„Tilfinningin er aldrei góð þegar þú tapar og hvað þá svona. Ég held það sé komið 93:30 á klukkuna þegar þeir skora annað markið og það er alltaf súrt," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir tapleik gegn Víkingum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 KA
Þetta er annar deildarleikurinn í röð sem KA tapar í sumar, en þeir eru bara búnir að tapa tveimur leikjum heilt yfir.
„Mér fannst Víkingarnir töluvert betri en við í fyrri hálfleik. Miklu grimmari, pressuðu okkur og héldu boltanum betur. Þeir fengu einhverja 3-4 hálf sénsa. Heilt yfir var ég ekki ánægður með hvað við vorum ekki nógu hugrakkir með að halda boltanum og ráðast á þá, og þegar við fórum í pressuna þá slitnaði hún."
„Mér fannst við koma vel út í seinni hálfleik og byrja leikinn bara nokkuð vel. Svo kemur markið - bara ef eitthvað er - svolítið gegn gangi leiksins. En við komum sterkir til baka og jöfnum og svo var þetta náttúrulega svolítill darraðardans þarna í lokin og þeir ná þessu marki sem skilaði þeim þremur stigum. Það er svekkjandi að hafa komið til baka og náð að jafna, að ná ekki að halda."
Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu hér að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir























