Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   mið 30. ágúst 2017 20:38
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Róbert: Nánast búið eftir mark númer tvö
Kvenaboltinn
Róbert var ánægður með spilamennskuna þrátt fyrir tap
Róbert var ánægður með spilamennskuna þrátt fyrir tap
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Róbert Jóhann Haraldsson, þjálfari Grindavíkur var ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir 3-0 tap Grindavíkur gegn Val í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var eins og við lögðum upp með. Bakka og leyfa Völsurum að halda boltanum og reyna sækja hratt en við fengum reyndar ekki margar sóknir í fyrri hálfleik. Ég var ánægður með hreyfinguna á vörninni og varnarvinnunni. Það var svolítið skítt að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks sem breytti þessu aðeins en við héldum áfram að leyfa þeim að stjórna leiknum. Svo þegar þær gera mark númer tvö, þá var þetta svo sem nánast búið,“ sagði Róbert eftir leik.

Grindavík fékk fá færi í kvöld en þrátt fyrir það hefði liðið getað sett inn eitt mark í þessum leik og voru þær nálægt að skora undir lok leiksins.

„Við erum alltaf að skapa okkur svona hálffæri og einstaka dauðafæri en það vantar herslumuninn að nýta það. Við bara höldum áfram og þá kemur það í rólegheitunum.“

Guðrún Bentína Frímansdóttir og Sara Hrund Helgadóttir, tvær af lykilleikmönnum Grindavíkur voru ekki með í kvöld líkt og í síðustu leikjum. Róbert telur að sumarið sé búið hjá þeim vegna meiðsla.

„Það lýtur út fyrir það. Ég reyni að einbeita mér að því sem ég er með í höndunum. Thaisa er búin að vera frá í allt sumar en eftir að maður fór að hugsa um það sem maður er með í höndunum þá fór að ganga aðeins betur. Ég er mjög ánægður með margt en auðvitað erum við líka með margt ólært.“
Athugasemdir
banner