Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mið 31. júlí 2024 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Tók sigur gegn uppeldisfélaginu sínu - „Núna er ég Valsari"
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er bara góð. Það er gott að vinna Breiðablik og ég er bara virkilega ánægð með sigurinn," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

Berglind skoraði tvennu í síðasta leik gegn Tindastóli en byrjaði á bekknum í dag. Hún átti fína innkomu í síðari hálfleik.

„Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik og við skorum frábært mark. Svo héldum við bara áfram í seinni hálfleik. Maður vill alltaf byrja leiki, en ég kom inn á og reyndi að gera mitt besta."

Berglind eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur verið að koma til baka eftir það.

„Þetta hefur gengið fínt og er alltaf að verða betra og betra. Þetta kemur bara með hverjum leiknum. Mér fannst ég vera tilbúin (að spila meira) fyrir einhverjum leikjum síðan. Mér finnst ég vera tilbúin og vonandi fæ ég tækifæri fljótlega," segir Berglind.

Berglind er uppalin í Breiðabliki og hefur spilað stóran hluta ferilsins í græna hluta Kópavogs. Valur lagði meira á sig en Breiðablik til að fá hana fyrir tímabilið, en hvernig var að spila gegn uppeldisfélaginu?

„Þetta eru svona smá blendnar tilfinningar. Þetta er mitt uppeldisfélag en núna er ég Valsari. Það er geggjað að vinna þennan leik og vera á góðum stað á toppnum."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner