Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 31. júlí 2024 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Tók sigur gegn uppeldisfélaginu sínu - „Núna er ég Valsari"
Kvenaboltinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er bara góð. Það er gott að vinna Breiðablik og ég er bara virkilega ánægð með sigurinn," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

Berglind skoraði tvennu í síðasta leik gegn Tindastóli en byrjaði á bekknum í dag. Hún átti fína innkomu í síðari hálfleik.

„Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik og við skorum frábært mark. Svo héldum við bara áfram í seinni hálfleik. Maður vill alltaf byrja leiki, en ég kom inn á og reyndi að gera mitt besta."

Berglind eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur verið að koma til baka eftir það.

„Þetta hefur gengið fínt og er alltaf að verða betra og betra. Þetta kemur bara með hverjum leiknum. Mér fannst ég vera tilbúin (að spila meira) fyrir einhverjum leikjum síðan. Mér finnst ég vera tilbúin og vonandi fæ ég tækifæri fljótlega," segir Berglind.

Berglind er uppalin í Breiðabliki og hefur spilað stóran hluta ferilsins í græna hluta Kópavogs. Valur lagði meira á sig en Breiðablik til að fá hana fyrir tímabilið, en hvernig var að spila gegn uppeldisfélaginu?

„Þetta eru svona smá blendnar tilfinningar. Þetta er mitt uppeldisfélag en núna er ég Valsari. Það er geggjað að vinna þennan leik og vera á góðum stað á toppnum."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner