Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 31. ágúst 2023 21:53
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Keyrðum á þær og lið sem gerir það er hungrað
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stjarnan var mjög klínísk i því hvernig þær nýttu færin sín og refsuðu okkur þannig. En mér finnst leikurinn í fyrri hálfleik fara fram á vallarhelmingi Stjörnunar.“ Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir 3-2 tap FH gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 FH

FH liðinu gekk vel að halda í boltann á miðsvæðinu og stýrði umferðinni þar að stærstum hluta leiksins. Þrátt fyrir það gekk þeim mjög illa framan af leik að skapa sér nokkuð sem heitið gat afgerandi marktæki og var refsað fyrir það en Stjarnan komst í 3-0 í leiknum. Hvað veldur því að liðinu gekk jafn illa að skapa færi og raun bar vitni í kvöld?

„Svo sem gömul saga og ný að síðasti þriðjungur hefði mátt vera betri. Ég get ekki kvartað undan neinu, framlagi eða vinnusemi, krafti og áræðni í liðinu. Mér fannst þær pressa Stjörnuliðið mjög vel hátt uppi. Þær sköpuðu sér ekki mörg færi. Hvað fengu þær margar hornspyrnur í leiknum? Tvær? Eina?“

FH liðinu var af flestum spáð falli fyrir mót en afsannaði allar hrakspár og hóf í dag leik í efri hluta deildarinnar sem nú hefur verið skipt. Getur verið að stelpurnar séu orðnar saddar eftir tímabilið til þessa og þægindaramminn of stór?

„Ef það hefði verið raunin hefðum við legið til baka hér í dag og leyft Stjörnunni að koma á okkur. Verið þéttar og varist og dælt löngum boltum fram. Það var ekki upplegg FH liðsins í dag sem að keyrði á andstæðinginn og lið sem gerir það er hungrað.“
Athugasemdir
banner