Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   fim 31. ágúst 2023 21:53
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: Keyrðum á þær og lið sem gerir það er hungrað
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stjarnan var mjög klínísk i því hvernig þær nýttu færin sín og refsuðu okkur þannig. En mér finnst leikurinn í fyrri hálfleik fara fram á vallarhelmingi Stjörnunar.“ Sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir 3-2 tap FH gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 FH

FH liðinu gekk vel að halda í boltann á miðsvæðinu og stýrði umferðinni þar að stærstum hluta leiksins. Þrátt fyrir það gekk þeim mjög illa framan af leik að skapa sér nokkuð sem heitið gat afgerandi marktæki og var refsað fyrir það en Stjarnan komst í 3-0 í leiknum. Hvað veldur því að liðinu gekk jafn illa að skapa færi og raun bar vitni í kvöld?

„Svo sem gömul saga og ný að síðasti þriðjungur hefði mátt vera betri. Ég get ekki kvartað undan neinu, framlagi eða vinnusemi, krafti og áræðni í liðinu. Mér fannst þær pressa Stjörnuliðið mjög vel hátt uppi. Þær sköpuðu sér ekki mörg færi. Hvað fengu þær margar hornspyrnur í leiknum? Tvær? Eina?“

FH liðinu var af flestum spáð falli fyrir mót en afsannaði allar hrakspár og hóf í dag leik í efri hluta deildarinnar sem nú hefur verið skipt. Getur verið að stelpurnar séu orðnar saddar eftir tímabilið til þessa og þægindaramminn of stór?

„Ef það hefði verið raunin hefðum við legið til baka hér í dag og leyft Stjörnunni að koma á okkur. Verið þéttar og varist og dælt löngum boltum fram. Það var ekki upplegg FH liðsins í dag sem að keyrði á andstæðinginn og lið sem gerir það er hungrað.“
Athugasemdir
banner
banner