Kristófer Sigurgeirsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi-deildinni.
Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli á Rás 2, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.
Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli á Rás 2, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.
ÍBV 1 - 0 Valur (16:00 á laugardag)
Bara hrein og klár óskhyggja, gefa síðustu umferðunum smá búst á toppi og botni. Hef líka alltaf verið Kristjáns maður og Eyjamenn bjóða líka upp á mann sem heitir Brian McLean sem er fáranlega töff fótboltanafn.
Grindavík 0 - 1 KR (17:00 á sunnudag)
Rokleikurinn, býður upp á 2 rauð spjöld, 11 gul og eitt mark, Óskar Örn Hauksson. Held að ég spái alltaf marki frá honum.
Fjölnir 2 - 2 Víkingur R. (18:00 á sunnudag)
Minn maður Unnar vallarvörður er ekki sáttur með stöðuna svo ég tosa leikinn upp í jafntefli. Held samt að Vikes vinni leikinn, Geoffrey Castillion er funheitur og setur bæði fyrir Víkinga. Mögulega 3, sjálfsmark.. hann er það heitur.
Breiðablik 5 - 0 ÍA (18:00 á sunnudag)
Gullahvarfið hefur ekki góð á Skagamenn og Blikar fara loxx í gang og sýna hvað þeir geta.
KA - Víkingur Ó. 3-1 (18:00 á sunnudag)
Norðanmenn sendi vestanmenn í bullandi fallhættu í skemmtilegum leik.
Stjarnan 1 - 0 FH (19:15 á sunnudag)
Ég vil bara að annað liðið vinni, jafntefli núllar út sigur Eyjamanna á Valsmönnum svo ég segi líka 2-3, þið megið velja.
Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Rikki G - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Kristófer Sigurgeirsson - 3 réttir
Einar Örn Jónsson - 2 réttir
Lárus Orri Sigurðsson - 2 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Guðlaugur Baldursson - 0 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir