Það var svekktur Helgi Sig sem yfirgaf Grafarvoginn eftir tap fyrir Fjölni, sér í lagi þar sem Fylkismenn náðu forystu á 85.mínútu leiksins!
"Þetta var hundfúlt, eftir góðar 85 mínútur þá slokknar á okkur og það verður okkur að falli, því miður".
Var eitthvað hægt að útskýra þessi lok leiks hjá Fylkismönnum?
"Það er klárt mál að menn duttu inn í sig og við þurfum að finna fljótt lausn á því - þetta er ekki boðlegt"
"Þetta var hundfúlt, eftir góðar 85 mínútur þá slokknar á okkur og það verður okkur að falli, því miður".
Var eitthvað hægt að útskýra þessi lok leiks hjá Fylkismönnum?
"Það er klárt mál að menn duttu inn í sig og við þurfum að finna fljótt lausn á því - þetta er ekki boðlegt"
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 1 Fylkir
Er einhver ástæða fyrir Fylkismenn að hafa áhyggjur af genginu að undanförnu?
"Nei alls ekki. Við erum að spila vel og það vantar bara að klára leikina. Við erum búnir með 10 umferðir og þar af bara 3 heimaleiki. Ég hefði meiri áhyggjur ef við værum að spila illa.
Það er bara ekki nóg að halda fókus í 85 mínútur, það þarf að klára leikina. Það þurfa allir að líta í eigin barm, bæði þjálfarateymið og leikmenn og það þarf að gerast fljótt. Við þurfum að nýta heimaleikina eins og hingað til."
Hvernig nýtti Helgi HM-pásuna.
"Það var allt í góðu að fá smá breik í mótið og mér fannst við spila vel, en þetta er drullufúlt og mest svekkjandi fyrir strákana að fá ekkert út úr leiknum".
Ólafur Ingi Skúlason mætir í Árbæinn þegar glugginn opnar, ætla Fylkismenn að bæta fleirum við?
"Við teljum okkur vera með nógu gott lið, menn verða bara að klára verkefnið".
Nánar er rætt við Helga í viðtalinu sem fylgir, beðist er afsökunar á líkamsstöðu hans sem ræðst af tæknireddingum.
Athugasemdir