Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   sun 01. september 2013 20:43
Hafliði Breiðfjörð
Ejub: Getum haldið okkur í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður, ef einhver hefði gefið mér eitt stig fyrir leik þá hefði ég tekið það," sagði Ejub Puricevic þjálfari Víkings Ólafsvík eftir 2-2 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Víkingur Ó.

,,FH er bara stórt lið fyrir okkur og marga af strákunum og þess vegna er gaman að koma í Kaplakrika og gefa FH ágætis leik og taka eitt stig í restina."

,,FH var að spila rosalega vel, við byrjuðum rosalega vel en FH átti svo öll völd á vellinum. Það var kafli í 10-15 mínútur í kringum fyrsta markið sem var bara eitt lið á vellinum. Svo vorum við aftur komnir til baka í lok fyrri hálfleiks og óheppnir að skora ekki mark. Í seinni hálfleik átti FH svo öll völd á vellinum en svo gerist eitt atvik og við komumst inn í leikinn og jöfnum og gátum jafnvel stolið þessu í restina."

Ólafsvíkingar eru enn í fallsæti eftir leiki kvöldsins en er hann jákvæðari á að bjarga sætinu?

,,Jájá, ég vissi að við erum kandídatar að falla en við erum ennþá í þessari baráttu. Ég held og er að reyna að telja öllum trú um að við getum haldið okkur í deildinni."
Athugasemdir
banner
banner