,,Ég er mjög ánægður, ef einhver hefði gefið mér eitt stig fyrir leik þá hefði ég tekið það," sagði Ejub Puricevic þjálfari Víkings Ólafsvík eftir 2-2 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Víkingur Ó.
,,FH er bara stórt lið fyrir okkur og marga af strákunum og þess vegna er gaman að koma í Kaplakrika og gefa FH ágætis leik og taka eitt stig í restina."
,,FH var að spila rosalega vel, við byrjuðum rosalega vel en FH átti svo öll völd á vellinum. Það var kafli í 10-15 mínútur í kringum fyrsta markið sem var bara eitt lið á vellinum. Svo vorum við aftur komnir til baka í lok fyrri hálfleiks og óheppnir að skora ekki mark. Í seinni hálfleik átti FH svo öll völd á vellinum en svo gerist eitt atvik og við komumst inn í leikinn og jöfnum og gátum jafnvel stolið þessu í restina."
Ólafsvíkingar eru enn í fallsæti eftir leiki kvöldsins en er hann jákvæðari á að bjarga sætinu?
,,Jájá, ég vissi að við erum kandídatar að falla en við erum ennþá í þessari baráttu. Ég held og er að reyna að telja öllum trú um að við getum haldið okkur í deildinni."
Athugasemdir