Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Íslands sem tapaði fyrir Noregi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 2-3 sigri Noregs en Íslendingar komust í 2-1. Emil Hallfreðsson spilaði 83 mínútur í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 3 Noregur
„Við byrjuðum smá svona staðir og síðan lendum við undir en náum síðan að jafna leikinn. Mér fannst síðustu 20 í fyrri hálfleik vera mun betri og svo þegar við komumst yfir þá finnst mér við vera með leikinn í okkar höndum. Fínt að taka þetta út í dag en ekki á HM."
„Mér fannst þetta þannig séð getað dottið á báða enda. Við þurfum aðeins að fara yfir þetta en sem betur fer var þetta bara æfingaleikur og við höfum næsta leik til þess að stilla strengi aðeins betur fyrir fyrsta mótsleik. Ég hef ekki stórar áhyggjur."
Íslenska liðið mætir Gana í generalprufu fyrir leikinn á móti Argentínu en Emil segir að lið Gana sé mjög ólíkt því norska.
„Þeir eru bara allt öðruvísi lið. Þeir spila miklu villtari bolta og það verður bara annar hörkuleikur sem mun kannski undirbúa okkur meira fyrir Nígeríuleikinn. Ég held að þetta verði bara aðeins villtari og harðari leikur."
Viðtalið við Emil má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























