Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 02. júní 2018 22:58
Elvar Geir Magnússon
Emil Hallfreðs: Shit happens
Icelandair
Emil í leiknum í kvöld.
Emil í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Íslands sem tapaði fyrir Noregi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 2-3 sigri Noregs en Íslendingar komust í 2-1. Emil Hallfreðsson spilaði 83 mínútur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  3 Noregur

„Við byrjuðum smá svona staðir og síðan lendum við undir en náum síðan að jafna leikinn. Mér fannst síðustu 20 í fyrri hálfleik vera mun betri og svo þegar við komumst yfir þá finnst mér við vera með leikinn í okkar höndum. Fínt að taka þetta út í dag en ekki á HM."

„Mér fannst þetta þannig séð getað dottið á báða enda. Við þurfum aðeins að fara yfir þetta en sem betur fer var þetta bara æfingaleikur og við höfum næsta leik til þess að stilla strengi aðeins betur fyrir fyrsta mótsleik. Ég hef ekki stórar áhyggjur."

Íslenska liðið mætir Gana í generalprufu fyrir leikinn á móti Argentínu en Emil segir að lið Gana sé mjög ólíkt því norska.

„Þeir eru bara allt öðruvísi lið. Þeir spila miklu villtari bolta og það verður bara annar hörkuleikur sem mun kannski undirbúa okkur meira fyrir Nígeríuleikinn. Ég held að þetta verði bara aðeins villtari og harðari leikur."

Viðtalið við Emil má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner