Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mán 02. september 2024 09:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 21. umferð - Mikilvægt að hann sé með sjálfstraust
Benoný Breki Andrésson (KR)
Benoný Breki í leiknum í gær.
Benoný Breki í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært. Benó er senterinn okkar og það er mikilvægt að hann sé með sjálfstraust. Hann var frábær fyrir framan markið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir 4-2 sigur gegn ÍA í gær.

Benoný Breki Andrésson skoraði fullkomna þrennu í leiknum í gær en til þess þarf maður að skora með vinstri, hægri og skalla boltann inn.

Hann gerði það allt á 35 mínútum og er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

„Ég er alltaf mættur inn í teig einhvernveginn. Síðan er ég alltaf að skora, ég er ánægður með þetta," sagði Benoný sjálfur eftir leik en hann er kominn með tíu mörk í deildinni í sumar. Benoný segir að KR-liðið verði að klára seinustu leikina almennilega.

„Við vitum allir að þetta hefur ekki verið nógu gott hjá okkur í sumar. Við þurfum að klára þetta almennilega og halda okkur frá falli. Við ætlum að klára alla leikina.“

Þessi ungi sóknarmaður var í vikunni valinn í U21 landsliðið fyrir komandi verkefni.

Lestu um leikinn: KR 4 -  2 ÍA

Sterkustu leikmenn:
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Skoraði fullkomna þrennu: Er alltaf mættur inn í teig
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner