Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fim 03. apríl 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
' Með okkar gæði, ef við náum réttu orkustigi í leikina og erum vel peppaðir þá ætti það að skila okkur langt'
' Með okkar gæði, ef við náum réttu orkustigi í leikina og erum vel peppaðir þá ætti það að skila okkur langt'
Mynd: Víkingur
'Ég væri til í að gera þetta aftur á næsta ári.'
'Ég væri til í að gera þetta aftur á næsta ári.'
Mynd: Víkingur
Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn eftir úrslitaleik á Víkingsvelli.
Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn eftir úrslitaleik á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætlum að vera sterkir í sumar og við ætlum að spila góðan og skemmtilegan fótbolta. Við verðum að hafa rétt hugarfar komandi inn í alla leiki og einbeita okkur að einum leik í einu. Við erum með rosalega mikil gæði í þessum hóp og þetta snýst því meira um að vera andlega rétt stilltur fyrir hvert einvígi. Með okkar gæði, ef við náum réttu orkustigi í leikina og erum vel peppaðir þá ætti það að skila okkur langt allavega," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, aðspurður um hvernig liðið ætlaði sér að verða Íslandsmeistari.

Víkingum er spáð toppbaráttu í sumar ásamt Breiðabliki. Víkingum er spáð 2. sætinu hér á Fótbolti.net.

Ekki í leit að liðsstyrk en þó opnir
Eru Víkingar að reyna bæta við gæðum í hópinn?

„Eins og er þá erum við ekki að leita. Við erum vissulega alltaf opnir fyrir leikmönnum, hvort sem þeir eru að koma heim eða eru spennandi prófílar, þá erum við opnir fyrir því að styrkja hópinn, en eins og staðan er núna erum við ekki að leita sérstaklega að neinum leikmanni. Ég er virkilega sáttur með hópinn eins og hann er núna, þetta er stór og breiður hópur og það er alvöru hausverkur fyrir mig að velja í liðið."

Öðruvísi undirbúningstímabil
Undirbúningstímabilið hjá Víkingi var öðruvísi en hjá öðrum liðum á Íslandi þar sem liðið kláraði í raun ekki síðasta tímabil fyrr en í febrúar þegar liðið mætti Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Í kjölfarið fór liðið í æfingaferð til Kanarí og sérstakur undirbúningur fyrir tímabilið 2025 því stuttur.

„Það á í raun eftir að koma í ljós hvaða kostir og gallar eru við þetta. Þetta var virkilega skemmtilegt undirbúningstímabil, skemmtilegra en áður. Vissulega krefjandi að sama skapi, við fáum að fara út í einvígi á móti Panathinaikos sem er frábær upplifun fyrir hópinn, stuðningsmenn og alla í kringum klúbbinn. Ég væri til í að gera þetta aftur á næsta ári. Það er búið að ganga vel að tækla þetta undirbúningstímabil."

„Bose bikarinn var færður rétt fyrir mót, öðruvísi bragur yfir þeim úrslitaleik heldur en hefur veirð áður þegar leikurinn hefur verið í desember. Það var virkilega góð umgjörð um leikinn síðasta föstudag, vel gert líka hjá Gústa (Ágústi Gylfasyni) að setja þetta upp svona og gott málefni sem við vorum að styrkja í leiðinni. Þetta var bara frábær leikur að fá svona rétt fyrir mót. Við komum fullir orku, sjálfstrausts og bjartsýni inn í mótið,"
segir Sölvi.

„Súrsætt að sjá þetta videó"
Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í gær var sýnt myndband frá síðasta tímabili þar sem Breiðablik sigraði Víking í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Sölvi var á hliðarlínunni í þeim leik.

„Að sjálfsögðu hefðum við getað gert margt öðruvísi, en við erum svo sem ekkert að hanga á því núna. Einbeitingin er bara á því sem við erum að fara gera á þessu tímabili. Það var súrsætt að sjá þetta videó hérna áðan, það gaf okkur smá blóð á tennurnar að vilja hefna fyrir þetta og ná betri endi á tímabilinu. Þetta var virkilega svekkjandi og á að vera svekkjandi. Við komum tvíefldir til leiks á þessu tímabili og ætlum að bæta upp fyrir þetta."
Athugasemdir
banner