Grindavík tyllti sér á topp Pepsideildarinnar kvöld með góðum heimasigri á liði Fylkis í Grindavík í kvöld. Eftir að hafa lent undir snemma leiks sneru Grindvíkingar taflinu sér í vil í þeim síðari og höfðu 2-1 sigur með mörkum frá Birni Berg Bryde og Will Daniels og uppskáru þar með þrjú stig eftir þolinmæðisvinnu við að brjóta niður skipulagða Fylkismenn.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 1 Fylkir
„Þolinmæði var eitt af orðunum sem við settum uppá töfluna fyrir leikinn. Við þurfum að vera agaðir og þolinmóðir í öllu sem við erum að gera hvort sem við erum að verjast eða sækja og það reyndi á það sóknarlega í dag“.
Völlurinn í Grindavík er í mjög góðu standi þetta sumar og hafði greinilega verið vökvaður vel fyrir leik því margir leikmenn áttu í erfiðleikum með að fóta sig á honum í fyrri hálfleik.
„Ég vill nú bara byrja á því að hrósa vallarstjóranum. Völlurinn var frábær í dag og bauð uppá hraðan og skemmtilegan leik en nokkrir skiptu um skó í hálfleik en það er nú bara hluti af því að aðlagast aðstæðum“.
Sagði Óli um vallaraðstæður
Sigurinn í kvöld þýðir að Grindavík situr á toppi Pepsideildarinnar þegar rétt tæpum þriðjungi mótsins er lokið. Hvað segir Óli um stöðu liðsins?
„Ég spái rosalega lítið í það hvar við erum í töflunni akkurat núna. Ég er rosalega ánægður með 14 stig. Stigasöfnunin gengur vel og við erum stöðugir“.
Sagðir Óli Stefán þjálfari Grindavíkur,
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir

























