Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 04. júní 2018 22:30
Sverrir Örn Einarsson
Óli Stefán: Spái rosalega lítið í töflunni
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Óli Stefán þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík tyllti sér á topp Pepsideildarinnar kvöld með góðum heimasigri á liði Fylkis í Grindavík í kvöld. Eftir að hafa lent undir snemma leiks sneru Grindvíkingar taflinu sér í vil í þeim síðari og höfðu 2-1 sigur með mörkum frá Birni Berg Bryde og Will Daniels og uppskáru þar með þrjú stig eftir þolinmæðisvinnu við að brjóta niður skipulagða Fylkismenn.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 Fylkir

„Þolinmæði var eitt af orðunum sem við settum uppá töfluna fyrir leikinn. Við þurfum að vera agaðir og þolinmóðir í öllu sem við erum að gera hvort sem við erum að verjast eða sækja og það reyndi á það sóknarlega í dag“.

Völlurinn í Grindavík er í mjög góðu standi þetta sumar og hafði greinilega verið vökvaður vel fyrir leik því margir leikmenn áttu í erfiðleikum með að fóta sig á honum í fyrri hálfleik.

„Ég vill nú bara byrja á því að hrósa vallarstjóranum. Völlurinn var frábær í dag og bauð uppá hraðan og skemmtilegan leik en nokkrir skiptu um skó í hálfleik en það er nú bara hluti af því að aðlagast aðstæðum“.
Sagði Óli um vallaraðstæður

Sigurinn í kvöld þýðir að Grindavík situr á toppi Pepsideildarinnar þegar rétt tæpum þriðjungi mótsins er lokið. Hvað segir Óli um stöðu liðsins?

„Ég spái rosalega lítið í það hvar við erum í töflunni akkurat núna. Ég er rosalega ánægður með 14 stig. Stigasöfnunin gengur vel og við erum stöðugir“.

Sagðir Óli Stefán þjálfari Grindavíkur,

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner