Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 06. október 2022 13:20
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 23. umferð: Hetjuleg innkoma - Sjáðu mörkin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn Val í Bestu deild karla í gær. Staðan var 0-2 þegar Danijel Djuric kom af bekknum á 61. mínútu. Hann átti risastóran þátt í því að skila sigri í hús fyrir Víking, með hetjulegri innkomu sinni.

Hann kom Víkingum á bragðið með því að minnka muninn og skoraði síðan einnig sigurmarkið á 86. mínútu. Hann er leikmaður 23. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

„Dani var með eitthvað extra, einhverja áræðni og kraft sem smitaði útfrá sér inn í liðið og skilaði sigrinum. Þess utan skoraði hann tvö mörk og átti frábærar mínútur á þessum lokakafla," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu um leikinn.

Sjá einnig:
Sterkasta lið umferðarinnar

„Þetta var ótrúlega gaman og geðveikt að vinna þennan leik. Við höfðum alltaf trú á því og þegar ég kom inná hafði ég á tilfinningunni að við myndum sækja eitthvað úr þessum leik," sagði Danijel í viðtali eftir leikinn en Víkingur vann framlengdan bikarúrslitaleik við FH á laugardaginn, eins og flestir lesendur vita.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við hann í heild og einnig mörkin úr leiknum í gær.

Danijel var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í sumar. Þessi nítján ára leikmaður kom frá Midtjylland í Danmörku í sumarglugganum.

„Ég vildi spila aðalliðsbolta. Ég fékk nokkur tilboð að utan en ég vildi koma til Íslands og vera nafn. Ég vildi að nafnið mitt yrði þekkt á Íslandi. Það greip meira í mig en að vera úti," sagði Danijel meðal annars í þættinum en leikgleðin geislar af honum innan vallar.

„Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég elska boltann. Þegar ég var lítill var hægt að setja mig út einan með boltann og ég var bara í tíu tíma. Fegurðin við boltann, hvernig hann skoppar, hvernig maður getur 'touchað' hann, allt það. Mér finnst líka gaman þegar fólk segir mér að þeim finnist gaman að horfa á mig spila fótbolta."



Leikmenn umferðarinnar:
22. umferð - Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
21. umferð - Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
20. umferð - Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
18. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Útvarpsþátturinn - Læti í Kórnum, enskur stórleikur og Danijel Djuric
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner