Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur yfir því að hafa misst niður forskotið gegn Gana í síðasta vináttulandsleik Íslands fyrir HM.
Eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik, minnkuðu Ganverjar muninn um miðbik seinni hálfleiks og jöfnuðu síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok.
Eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik, minnkuðu Ganverjar muninn um miðbik seinni hálfleiks og jöfnuðu síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Gana
„Það er sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að við komumst í 2-0. Það klikkaði örlítið í varnarleiknum og smá óvanalegt hjá okkur og smá pirrandi en það verður bara að gleyma þessu og stóra stundin er að koma upp og við erum klárir í það," sagði Jói Berg sem var þó ánægður með fyrri hálfleikinn.
„Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik þá hef ég engar áhyggjur af þessu."
Jói var næst spurður út í mikilvægi þess að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn heill og gat spilað með liðinu í kvöld.
„Eins og ég sagði eftir síðasta leik líka, þá er Gylfi gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Það er alltaf möguleiki á að gefa á hann og hann er með frábærar sendingar. Það er gríðarlega gott að hafa hann inn á vellinum. Hann tengir spilið mjög vel saman og það er auðvitað frábært. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur eins og margir aðrir í liðinu."
Viðtalið í heild sinni við Jóhann Berg Guðmundsson má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























