Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   lau 07. júlí 2018 15:24
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Þór: Fögnum þessum stigum vel og innilega
Davíð Þór Viðarsson
Davíð Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það var nokkuð létt yfir fyrirliða FH eftir sigur liðs hans gegn Grindavík fyrr í dag. FH hafði fyrir leikinn tapað tveimur leikjum í röð og má því segja að sigurinn og stiginn þrjú hafi verið gríðarlega mikilvæg fyrir liðið.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Grindavík

„Já þetta voru mjög mikilvæg þrjú stig og við urðum eiginlega að vinna í dag til að vera ekki of langt á eftir liðunum í efstu sætunum þannig að þetta var mjög mikilvægt og við fögnum þessum stigum vel og innilega."

Grindvíkingar settu mikla pressu á FH undir restina þar sem FH liðið hefur verið gjarnt á að fá á sig mörk undir lok leikja spurði fréttaritari hvort stress hafi verið komið í Davíð undir lok leiks.

„Já ég held að það sé óhætt að segja það þeir voru hættulegir í lokin og voru mikið með boltann og við náðum ekki halda í boltann þegar við þá fengum hann en að því sögðu þá vörðumst við ágætlega, þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum og það er kannski það jákvæða sem við getum tekð úr þessum leik sem og þrjú stigin."

Sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir