„Það er búið að kýla okkur nokkrum sinnum í magann. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. En þetta er sterkur hópur og góðir leikmenn," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir sigur gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 HK
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur verið sterkur í síðustu leikjum HK.
„Hann er búinn að vera hrikilega mikilvægur og koma vel inn í þetta síðan Óli (Ólafur Örn Eyjólfsson) meiðist. Hann kemur inn með baráttu, lætur finna fyrir sér og rífur menn áfram. Við þurftum kannski á því að halda inn á vellinum. Ofan á það er hann búinn að spila mjög vel."
HK-ingar eru áfram í fallsæti í Pepsi Max-deildinni, en pakkinn er frekar þéttur fyrir ofan.
„Við erum með í pakkanum, það er mikilvægt. Við erum komnir í færi að fara upp 1-2 sæti í töflunni."
Blikar minnkuðu muninn og það fór um Brynjar. „Ég verð að viðurkenna það, en það var eitthvað sem sagði mér að við myndum fá sigur í dag."
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir