Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R., var að vonum sáttur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn ÍBV á Víkingsvellinum í dag. Bæði lið sitja neðarlega í töflunni og því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið.
„Fyrst og síðast er það bara ánægjulegt að sigra eftir bortgegnt gengi undanfarið. " sagði Logi eftir leik.
ÍBV jafnaði leikinn snemma í seinni hálfleik og virtust vera líklegri aðilinn á tímapunkti þar til að Nikolaj Hansen kom Víking yfir aftur.
„Fyrst og síðast er það bara ánægjulegt að sigra eftir bortgegnt gengi undanfarið. " sagði Logi eftir leik.
ÍBV jafnaði leikinn snemma í seinni hálfleik og virtust vera líklegri aðilinn á tímapunkti þar til að Nikolaj Hansen kom Víking yfir aftur.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 ÍBV
„Við komum inní seinni hálfleik með þann ásetning að skapa fleiri færi en svo skora þeir þarna mark. Það tekur smá tíma að jafna sig á því en eftir það vorum við líklegri til að bæta við en þeir að jafna."
Víkingur hefur skorað flest mörk sín í sumar eftir föst leikatriði en fyrra mark Víkinga kom eftir opin leik.
„Okkur er í rauninni alveg sama hvernig við skorum mörkin á meðan að við skorum. Það þarf að gera mörk í öllum regnboganslitum og því gott að gera það í dag." sagði Logi að lokum.
Athugasemdir























