Erfitt fyrir mig að dæma hvort þetta var víti eða ekki, en hann er handviss og ég verð að trúa honum
„Þetta er virkilega sætt, bara geðveikt. Lengst af er óþægilegra að vinna svona, en þeim mun sætara þegar við skorum í uppbótartíma og svo er þetta flautað af," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir sigur á Keflavík í kvöld.
HK skoraði tvö mörk í uppbótartíma sem tryggði þeim stigin þrjú.
HK skoraði tvö mörk í uppbótartíma sem tryggði þeim stigin þrjú.
Lestu um leikinn: HK 3 - 1 Keflavík
Fyrsta mark leiksins skoraði Keflavík eftir mistök aftast hjá HK. „Það er smá samskiptaleysi, sloppy, gerum ráð fyrir að eitthvað gerist. Faqa var búinn að vinna held ég alla skallaboltana fram að 45. mínútu og mennirnir í kringum hann gerðu ráð fyrir að það gerðist aftur, það kann aldrei góðri lukku að stýra að gera ráð fyrir að hlutirnir fari einhvern veginn. Þá lendum við á eftir Sindra."
Einhver kallaði „Arnar" en það var hvorki Leifur Andri Leifsson né sjálfur Arnar Freyr Ólafsson í markinu og því kom hik og Sindri Þór Guðmundsson nýtti sér það.
Í lok fyrri hálfleiks ræddi Ómar við dómara leiksins og hann útskýrði hvers vegna í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst.
Hann var svo spurður út í vítaspyrnuna sem HK fékk í byrjun seinni hálfleiks. Það var umdeildur dómur.
„Ég er búinn að heyra frá Örvari að þetta hafi verið pjúra brot, þetta er dálítið langt frá mér. En ég held að það sé kominn tími til að Örvar fái eitthvað af brotum dæmd þegar verið er að þjösnast á honum. Erfitt fyrir mig að dæma hvort þetta var víti eða ekki, en hann er handviss og ég verð að trúa honum."
„Gífurlega mikill léttir (í lokin) og vel gert hjá Örvari að taka innkastið strax og sjá að tækifærið var í boði. Það sýndi fannst mér sigurviljann í liðinu. Við vorum að drífa okkur af því við vorum ekki sáttir með stöðuna sem var í leiknum. Þannig ég er mjög ánægður með það."
Ómar ræddi um Atla Hrafn Andrason, stöðu HK í deildinni, gluggann og framhaldið í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst.
Hann var þá spurður út í þá staðreynd að þetta var fyrsti sigur liðsins í sex vikur og sá þriðji á heimavelli í sumar.
„Það er stefnan, við vorum ekki sáttir með stigasöfnun okkar í byrjun tímabils. Við settum okkur markmið að í seinni umferðinni skyldum við gera betur hérna heima. Það er bara á góðri leið. Það eru tveir heimaleikir eftir í þessu 22 leikja móti og við höfum ekki ennþá náð þeim markmiðum sem við settum okkur gagnvart heimavellinum. Það er verk að vinna þar."
Athugasemdir
























