Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   fim 11. júlí 2019 23:03
Baldvin Pálsson
Búi Vilhjálmur: Áttum skilið meira eftir seinni hálfleik
Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka
Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka
Mynd: Fótbolti.net
Haukar tóku á móti Gróttu í skemmtilegu 2-2 jafntefli í Hafnarfirðinum í kvöld. Þetta var 11. umferð Inkasso deildar karla og sitja Haukar áfram í 9. sæti

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  2 Grótta

Haukar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik og hefðu getað fengið meira úr leiknum.
„ Miðað við hvernig Grótta er búið að vera í sumar þá er maður kannski sáttur með stigið en mér fannst við verðskulda meira í seinni hálfleik." Sagði Búi Vilhjálmur Guðmundsson þjálfari Hauka eftir leikinn.

„Ef að dómgæslan hefði aðeins fallið með okkur þá hefðum við kannski getað bætt einu við."

Nokkrir umdeildir dómar voru í leiknum. Aron Freyr Róbertsson, leikmaður Hauka, var felldur niður af markmanni Gróttu snemma í leiknum.
„ Þetta var klárlega víti, hann kemur við hann. Þetta er bara víti og ekkert flóknara en það."

Búi fékk svo sjálfur gult spjald á 85. mínútu.
„Það sparkar einhver eða lemur einhver í varamannaskýlið og þeir dæma bara spjald á mig fyrir það. Ég stóð bara þarna allan tímann"

Næsti leikur Hauka er á Ólafsvík á móti Víkingi Ó.
„Þurfum bara að hafa meiri trú á okkur spilalega séð, strax og við byrjum að spila boltanum þá erum við klárlega betri en þeir hérna á vellinum. Kannski meiri trú á sjálfum okkur."
Athugasemdir
banner
banner