Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany: Kane verður betri með aldrinum
Mynd: EPA
Harry Kane,skoraði tíunda mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu í gær þegar Bayern lagði Leverkusen 2-0 í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern vann einvígið samanlagt 5-0.

Kane kom liðinu yfir en Alphonso Davies innsiglaði sigurinn eftir undirbúning Kane.

„Það hjálpar þegar þú ert með topp leikmann sem vill hlaupa og berjast fyrir liðið eins og ungur leikmaður. Ég spilaði á móti honum og hann hefur orðið betri með aldrinum," sagði Vincent Kompany, stjóri Bayern.

Enginn Englendingur hefur skorað tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Þá hefur hann komið að 50 mörkum á ferlinum í keppninni en aðeins David Beckham hefur náð þeim árangri af Englendingum.

„Ég veit að ég er með tíu mörk í Meistaradeildinni sem er skemmtileg tala en vonandi skora ég nokkur í viðbót," sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner