Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 12. júní 2018 08:00
Fótbolti.net
Sjáðu stórkostlega auglýsingu Coca-Cola sem Hannes stýrði
Auglýsingin er stórglæsileg.
Auglýsingin er stórglæsileg.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Hannes Þór Halldórsson og Gunnar Nelson.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Hannes Þór Halldórsson og Gunnar Nelson.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Emmsjé Gauti er hress í auglýsingunni.
Emmsjé Gauti er hress í auglýsingunni.
Mynd: Baldur Kristjánsson
Mynd: Baldur Kristjánsson
Hannes Þór Halldórsson er ekki einungis frábær markvörður því hann er jafnframt einn af landsins fremstu auglýsingaleikstjórum. Sá ferill var settur tímabundið á ís þegar hann gerðist atvinnuknattspyrnumaður, en þegar Coca-Cola hafði samband og óskaði eftir kröftum hans til að leikstýra glæsilegri HM sjónvarpsauglýsingu þá hugsaði hann sig ekki tvisvar um.

Hægt er að horfa á auglýsinguna hér að ofan sem og neðst í fréttinni.

Það eru auglýsingastofan Maurar og framleiðslufyrirtækið Purkur sem unnu herferðina með Hannesi Þór og Coca-Cola EPI og í dag, 7 mánuðum, 13 tökudögum og óteljandi vinnustundum síðar, er glæsileg auglýsing fædd og komin út undir dagsljósið.

Í auglýsingunni skapar íslenska þjóðin sem heild myndrænan hjartslátt sem magnast eftir því sem stóra stundin nálgast. Tökur hófust í San Fransisco í apríl þegar landsliðiðið var þar í æfingaferð og héldu svo áfram á ýmsum stöðum á Íslandi, þ.á.m. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Hveragerði, Sandgerði og víða annarsstaðar. Fjölmargir aðilar koma fram í auglýsingunni og allir koma fram sem þeir sjálfir. Ýmsum lands- og heimsþekktum íslendingum bregður fyrir og má þar nefna sem dæmi Eið Smára Guðjohnsen, Gunnar Nelson, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Björgvin Karl Guðmundsson, Guðmund Benediktsson, Emmsé Gauta og Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Að sjálfsögðu eru svo leikmenn úr íslenska landsliðinu jafnframt í stóru hlutverki.

„Við vildum gera auglýsingu sem snerti við sem flestum landsmönnum. Auglýsingu sem myndi keyra stemmninguna fyrir keppninni upp á suðupunkt og myndi minna okkur öll á að við erum saman í þessu verkefni. Við leikmennirnir erum kannski 11 inná vellinum en við upplifum þetta samt aldrei þannig að við séum einir þar. Við finnum vel fyrir stuðningnum og finnum það sterkt að allir Íslendingar standa þétt saman að baki okkur,” segir Hannes Þór og bætir við;

„Það hefur freistað mín talsvert síðan ég setti kvikmyndagerðarferilinn á ís til að vera í atvinnumennsku að taka að mér flott leikstjóraverkefni. Svo strax daginn eftir leikinn við Kósovó þar sem við tryggðum okkur sæti á HM þá fékk ég skilaboð frá Coca-Cola sem voru einum of spennandi. Verkefnið snéri að landsliðinu, gekk upp miðað við mína dagskrá, hentaði mínum stíl, var fyrir eitt stærsta vörumerki í heimi og Ísland að fara á HM. Þetta var bara no-brainer.”

Coca-Cola hefur verið stoltur styrktaraðili íslenskrar knattspyrnu áratugum saman. Eftir að farseðillinn til Rússlands í úrslitakeppni HM var tryggður þá var ljóst að Coca-Cola myndi gera eitthvað magnað. Hugmynd kviknaði, skipulagning hófst og að endingu var arkað af stað í framleiðslu á einni stærstu og viðamestu auglýsingaherferð sem gerð hefur verið hér á landi. Magnús Viðar Heimisson, er vörumerkjastjóri Coca-Cola á Íslandi og er að vonum sáttur með afraksturinn.

„Það að Ísland eigi landslið í úrslitakeppni Evrópukeppninnar fyrst og svo Heimsmeistarakeppninnar strax í kjölfarið er árangur sem vekur heimsathygli. Við erum langsmæsta þjóðin til að tryggja okkur þátttökurétt í báðum þessum keppnum og auðvitað erum við öll ótrúlega stolt af þessu. Það er einmitt eitthvað svona sem sameinar þjóðina okkar og fær okkur öll til að gleðjast saman. Coca-Cola hefur verið styrktaraðili íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar í rúmlega þrjátíu ár. Á þessum tíma eru ótrúlegir hlutir búnir að gerast og þegar það var ljóst að Ísland væri í alvörunni að fara á HM þá var engin spurning um hvað við myndum gera. Við erum virkilega sátt með fenginn hlut og þakklát Hannesi fyrir að gefa sér tíma til að vinna þetta verkefni með okkur og að skila því svona vel af sér,” segir Magnús.

Hannes Þór ferðaðist til Rússlands með íslenska landsliðinu og þeirra föruneyti á laugardaginn og hefur dvalið við Svartahafið þar sem liðið undirbýr sig fyrir mótið.

„Þegar ég lít til baka yfir síðustu mánuði og hugsa um alla vinnuna sem við erum búnir að leggja í þetta, allan tímann sem búið er að verja í að fínpússa allskonar smáatriði, allt fólkið sem er búið að hjálpa okkur með þetta og svo hvernig þetta tengist hápunktinum á fótboltaferlinum sem er að fara með Íslandi á HM, þá get ég alveg fullyrt að þetta er það verkefni sem mér þykir vænst um. Þetta er mitt persónulegasta auglýsingaverkefni og ég er mjög stoltur af niðurstöðunni. Þessi auglýsing kemur mér í HM gírinn og ég vona að hið sama eigi um þá sem horfa.” segir Hannes Þór að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner