Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 12. september 2020 16:46
Gunnar Karl Haraldsson
Helgi Sig: Mikið svekkelsi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV töpuðu í dag á heimavelli fyrir Keflavík 1-3 og sitja í 4.sæti deildarinnar eftir 15 umferðir.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  3 Keflavík

„Þetta er mikið svekkelsi, mér fannst við spila mjög vel úti á vellinum. Vorum að skapa okkur góðar stöður. Það vantaði aðeins á síðusta þriðjungi meiri græðgði til að skora mörkin, því fór sem fór, við spiluðum ansi vel á köflum en fengum litið fyrir það ".

Tómas Bent sem var búinn að standa sig vel hjá ÍBV hefur ekki verið með í síðustu leikjum eftir meiðsli gegn Fram í bikarnum.

„Hann meiddist í leiknum gegn Fram og verður það eitthvað áfram, það eru ennþá einhverjar vikur í að hann komi aftur".

ÍBV fékk miðjumanninn Jack Lambert í glugganum en hann hefur ekki ennþá komið við sögu hjá liðinu.

„Hann kemur fljótlega, hann er bara að sína sóttkví, eins og þegar allir erlendir leikmenn koma til landsins og svo verður hann vonandi fljótt klár hjá okkur

ÍBV á tvo heimaleiki framundan gegn Leikni Fáskrúðsfirði og Þór Akureyri.

„Auðvitað er svekkelsi núna að hafa tapað þessum leik, en við vorum að spila mjög vel á köflum. En við fáum lítið fyrir það og það er bara ekki nóg. Það eru mörkin sem telja í þessu."
Athugasemdir
banner
banner