Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mið 14. ágúst 2019 20:38
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Ef einhver datt þá var flautað
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson lét Helga Mikael Jónasson dómara heyra það í hálfleik þegar KR heimsótti FH í undanúrslitum bikarsins í kvöld. Hann var meðal annars ósáttur með vítaspyrnudóminn sem gerði það að verkum að FH skoraði fyrsta markið.

En hvað sagði Rúnar við Helga Mikael í hálfleiknum?

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 KR

„Ef að einhver datt þá var dæmt. Ég sagði honum að þetta væri fótboltaleikur og snertingar væru leyfðar. Mér fannst fremstu menn hjá þeim, fyrir utan Beck, henda sér niður. Þeir lágu meira á vellinum en þeir stóðu og það var alltaf flautað. Mér fannst léleg lína í fyrri hálfleik en hún var betri í seinni. Í þessari vítaspyrnu var varla snerting," segir Rúnar.

Í viðtalinu hér að ofan fer hann nánar yfir gang leiksins og er líka spurður út í meiðsli Arnþórs Inga Kristinssonar sem fór meiddur af velli á börum.

„Þetta er einhver snúningur á ökklanum og vonandi verður hann ekki lengi frá. Hann er harður af sér."

KR-ingar eru með sjö stiga forystu í Pepsi Max-deildinni og einbeita sér nú að því að sigla Íslandsmeistaratitlinum í höfn.

„Við ætlum bara að undirbúa næsta leik, það er bara okkar verkefni. Við þurfum að halda áfram. Það eru sex leikir eftir í deildinni og við ætlum að njóta þeirra," segir Rúnar.
Athugasemdir
banner