Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Við erum eins og fjölskylda hérna „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   fim 14. september 2017 20:02
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Willum: Geri mér grein fyrir því að 4. sætið er ekki ásættanlegt
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR var ánægður með með sigur sinna manna gegn Breiðablik í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 KR

„Þetta var fjörugur og kröftugur leikur. Við byrjuðum mjög vel. Við vorum staðráðnir í því að svara mjög vondum leik síðast. Svo er auðvitað hitt, okkur langar í Evrópusætið og við erum ekki tilbúnir til þess að gefa það frá okkur og til þess verðum við að vinna rest," sagði Willum.

KR komst í 2-0 en Breiðablik minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik. Willum fór þó ekki yfir um við það.

„Liðin í deildinni, eins og taflan sýnir eru mjög jöfn. Blikar eru hörkulið og vel spilandi lið. Við vorum búnir að vinna í því að brjóta upp þeirra spil. Auðvitað vex þeim ásmeginn við það að horfa bara á eitt mark til þess að jafna leikinn. Auðvitað líður manni ekkert rosalega vel, en þó betur en oft áður."

Sveinn Aron Guðjohnsen sparkaði Óskar Örn Hauksson hressilega niður og vakti það upp reið viðbrögð KR-inga.

„Þetta er bara svona spark aftan í sem vekur viðbrögð. Menn eru í þessu af ástríðu."

Sonur Willums, Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld og var þetta því slagur feðga.

„Tilfinningin var ekki góð. Mér fannst þetta vond tilfinning. Fótbolti er mikill hluti af okkar heimilislífi og öll börnin í fótbolta. Mér finnst gaman að spjalla um hlutina og spyrja hvernig gengur. Það var þegjandi samkomulag fyrir þennan leik og það voru engar spurningar og ekkert rætt. Svo auðvitað langar mig að honum gangi sem best."

Willum fór í viðtal við Akraborgina nú á dögunum þar sem hann sagði að það væri ekki alvont að vera í 4. sæti. Vakti það upp mikil viðbrögð stuðningsmanna KR.

„Það er þannig með orðin. Maður þarf að vanda sig. Það verður aldrei ásættanlegt í Vesturbænum. Það var ekki þannig þegar ég var að spila, ekki þegar ég þjálfaði þá síðast, það var ekki þegar ég var að alast upp. Það verður aldrei ásættanlegt og ég geri mér fyllilega grein fyrir því.
Athugasemdir
banner