Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 14. september 2017 20:02
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Willum: Geri mér grein fyrir því að 4. sætið er ekki ásættanlegt
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR var ánægður með með sigur sinna manna gegn Breiðablik í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 KR

„Þetta var fjörugur og kröftugur leikur. Við byrjuðum mjög vel. Við vorum staðráðnir í því að svara mjög vondum leik síðast. Svo er auðvitað hitt, okkur langar í Evrópusætið og við erum ekki tilbúnir til þess að gefa það frá okkur og til þess verðum við að vinna rest," sagði Willum.

KR komst í 2-0 en Breiðablik minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik. Willum fór þó ekki yfir um við það.

„Liðin í deildinni, eins og taflan sýnir eru mjög jöfn. Blikar eru hörkulið og vel spilandi lið. Við vorum búnir að vinna í því að brjóta upp þeirra spil. Auðvitað vex þeim ásmeginn við það að horfa bara á eitt mark til þess að jafna leikinn. Auðvitað líður manni ekkert rosalega vel, en þó betur en oft áður."

Sveinn Aron Guðjohnsen sparkaði Óskar Örn Hauksson hressilega niður og vakti það upp reið viðbrögð KR-inga.

„Þetta er bara svona spark aftan í sem vekur viðbrögð. Menn eru í þessu af ástríðu."

Sonur Willums, Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld og var þetta því slagur feðga.

„Tilfinningin var ekki góð. Mér fannst þetta vond tilfinning. Fótbolti er mikill hluti af okkar heimilislífi og öll börnin í fótbolta. Mér finnst gaman að spjalla um hlutina og spyrja hvernig gengur. Það var þegjandi samkomulag fyrir þennan leik og það voru engar spurningar og ekkert rætt. Svo auðvitað langar mig að honum gangi sem best."

Willum fór í viðtal við Akraborgina nú á dögunum þar sem hann sagði að það væri ekki alvont að vera í 4. sæti. Vakti það upp mikil viðbrögð stuðningsmanna KR.

„Það er þannig með orðin. Maður þarf að vanda sig. Það verður aldrei ásættanlegt í Vesturbænum. Það var ekki þannig þegar ég var að spila, ekki þegar ég þjálfaði þá síðast, það var ekki þegar ég var að alast upp. Það verður aldrei ásættanlegt og ég geri mér fyllilega grein fyrir því.
Athugasemdir
banner
banner
banner