Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. september 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Hjörtur einu marki frá því að jafna markametið
Hjörtur Hjartarson.
Hjörtur Hjartarson.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Hjörtur Hjartarson skoraði sex mörk í gær þegar SR í 4. deildinni vann 11-0 sigur gegn Snæfelli í lokaleik sínum á tímabilinu.

Hjörtur, sem er 45 ára, skoraði níu mörk í sumar og er einu marki frá því að jafna markametið í íslensku deildakeppninni. Það er nokkuð ljóst að hann mun taka eitt tímabil í viðbót til að reyna að slá metið.

Hjörtur er kominn með 216 mörk í öll­um deild­um Íslands­móts­ins. Metið, 217 mörk, á Vil­berg Jónas­son frá Fá­skrúðsfirði sem lék stór­an hluta fer­ils­ins með Leikni Fáskrúðsfirði.

Hjörtur gæti fengið samkeppni frá Halli Kristjáni Ásgeirssyni, félagaskiptakónginum, en hann er 43 ára en hann spilaði tvo leiki með Álafossi í 4. deildinni í sumar og skoraði eitt mark. Hann er þriðji markahæsti í sögu Íslandsmótsins, með 215 mörk.

Mörkin 216 sem Hjörtur hefur skorað hafa komið fyrir Skallagrím, Völsung, ÍA, Þrótt, Selfoss, Víking, Augnablik, Kórdrengi og nú SR.

SR spilar í Laugardalnum en uppistaðan í liðinu er uppaldir Þróttarar og svo til allt saman heimamenn úr dalnum. Þarna eru líka þrautreyndir leikmenn, sem komu allir við sögu í sumar: Guðfinnur Þórir Ómarsson, Jens Elvar Sævarsson, Rafn Andri Haraldsson, Nik Anthony Chamberlain og Björgólfur Takefusa.
Athugasemdir
banner
banner
banner