Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. maí 2019 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 12. sæti: Crystal Palace
Aaron Wan-Bissaka var frábær með Crystal Palace í vetur, hann var valinn bestur.
Aaron Wan-Bissaka var frábær með Crystal Palace í vetur, hann var valinn bestur.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson verður 72 ára í ágúst, hann stýrir Crystal Palace að öllum líkindum áfram á næsta tímabili.
Roy Hodgson verður 72 ára í ágúst, hann stýrir Crystal Palace að öllum líkindum áfram á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Luka Milivojevic skoraði tólf mörk.
Luka Milivojevic skoraði tólf mörk.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha skoraði tíu mörk og lagði upp fimm.
Wilfried Zaha skoraði tíu mörk og lagði upp fimm.
Mynd: Getty Images
Andros Townsend átti gott tímabil.
Andros Townsend átti gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Crystal Palace.

Crystal Palace lauk sínu sjötta tímabili í röð í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, þeir náðu í 49 stig sem er það mesta sem liðið hefur fengið á tímabili frá því að þeir komu upp árið 2013. Gamli maðurinn Roy Hodgson að gera flotta hluti með liðið.

Liðið vann 14 deildarleiki í vetur og þar á meðal nokkra flotta útisigra á erfiðum útivöllum, t.d. gegn Manchester City og Arsenal. Crystal Palace átti í erfiðleikum á heimavelli í vetur og náði í mun fleiri stig á útivelli, liðið þarf að gera miklu betur á heimavelli á næsta tímabili, liðið vann þar aðeins fimm leiki, níu af sigrunum fjórtán komu á útivelli.

Stjórinn, fyrrnefndur Roy Hodgson verður 72 ára í ágúst og ekki hefur annað heyrst en að hann ætli sér að stýra liðinu áfram. Það er ekki annað hægt að segja en að Hodgson sé búinn að gera fína hluti með þetta Crystal Palace lið eftir að hafa tekið við því í erfiðum málum haustið 2017.

Besti leikmaður Crystal Palace á tímabilinu:
Englendingurinn ungi Aaron Wan-Bissaka sló í gegn með Crystal Palace í vetur og var valinn bestur hjá þeim. Hann hefur verið orðaður við mörg stærri lið og því er spurning hvort að hann verði áfram hjá Palace. Wan-Bissaka er 21 árs gamall hægri-bakvörður.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Luka Milivojevic: 12 mörk.
Wilfried Zaha: 10 mörk.
Andros Townsend: 6 mörk.
Michy Batshuayi: 5 mörk.
Jeffrey Schlupp: 4 mörk.
James McArthur: 3 mörk.
Patrick van Aanholt: 3 mörk.
Jordan Ayew: 1 mark.
Christian Benteke: 1 mark.
Max Meyer: 1 mark.
James Tomkins: 1 mark.
Joel Ward: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
James McArthur: 6 stoðsendingar.
Wilfried Zaha: 5 stoðsendingar.
Andros Townsend: 4 stoðsendingar.
Aaron Wan-Bissaka: 3 stoðsendingar.
Jordan Ayew: 2 stoðsendingar.
Cheikhou Kouyaté: 2 stoðsendingar.
Max Meyer: 2 stoðsendingar.
Luka Milivojevic: 2 stoðsendingar.
Patrick van Aanholt: 2 stoðsendingar.
Christian Benteke: 1 stoðsending.
Scott Dann: 1 stoðsending.
Jeffrey Schlupp: 1 stoðsending.
James Tomkins: 1 stoðsending.
Connor Wickham: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
James McArthur: 38 leikir.
Luka Milivojevic: 38 leikir.
Andros Townsend: 38 leikir.
Patrick van Aanholt: 36 leikir.
Aaron Wan-Bissaka: 35 leikir.
Wilfried Zaha: 34 leikir.
Cheikhou Kouyaté: 31 leikur.
Jeffrey Schlupp: 30 leikir.
Max Meyer: 29 leikir.
James Tomkins: 29 leikir.
Mamadou Sakho: 27 leikir.
Jordan Ayew: 20 leikir.
Vicente Guaita: 20 leikir.
Wayne Hennessey: 18 leikir.
Christian Benteke: 16 leikir.
Martin Kelly: 13 leikir.
Alexander Sorloth: 12 leikir.
Michy Batshuayi: 11 leikir.
Scott Dann: 10 leikir.
Joel Ward: 7 leikir.
Connor Wickham: 6 leikir.
Jason Puncheon: 5 leikir.
Bakary Sako: 4 leikir.
Luke Dreher: 1 leikur.
Pape Souaré: 1 leikur.
Julian Speroni: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Crystal Palace fékk á sig 53 mörk í vetur, vörnin stóð því aðeins betur en í fyrra, þá fengu þeir á sig 55 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Luka Milivojevic er vinsæll í Fantasy þar sem hann er vítaskytta Crystal Palace, mjög öruggur á punktinum. Skoraði samtals 12 mörk í vetur og fékk 166 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Crystal Palace fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði Crystal Palace í 10. sæti í spá sinni fyrir tímabilið, Palace endaði hins vegar aðeins neðar en það, í 12. sæti.

Spáin fyrir enska - 10. sæti: Crystal Palace

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Crystal Palace á tímabilinu
Milivojevic um mark Townsend: Eitt besta mark sem ég hef séð
Hodgson: Liverpool á líka eftir að tapa óvænt
Varar Wan-Bissaka við að fara í stærra lið
Milivojevic skorað úr tíu vítaspyrnum á leiktíðinni - „Ekki auðvelt"
Hodgson: Góður varnarleikur og góð nýting tækifæra
Wan-Bissaka valinn bestur hjá Palace af leikmönnum og stuðningsmönnum
Wan-Bissaka verður hjá Crystal Palace á næsta tímabili

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12. Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner