Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 15. júlí 2021 22:50
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Ási Arnars: Þetta er mikið svekkelsi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mikið svekkelsi að tapa hérna í dag,. Þetta var svosem stál í stál leikur, menn lögðu mikið í þetta og mér fannst við ekki verðskulda tap í dag en sagan okkar í sumar hefur verið að okkur hefur gengið illa að skora og við fengum vissulega möguleika til þess í dag. Við þurfum að fara að nýta okkar möguleika fram á við betur til þess að ná í betri úrslit," voru fyrstu viðbrögð Ásmundar Arnarssonar, þjálfara Fjölnis, eftir 2-1 tap gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Fjölnir

Michael Bakare spilaði sinn fyrsta leik á Íslandi í dag og átti hann góðan leik en hann var valinn næstbesti leikmaður vallarins í kvöld.

„Frammistaðan hans var mjög fín, fyrsti leikur og hann er aðeins að komast inn í þetta en hann lofar góðu."

Ási tilkynnti það í viðtalinu að þetta hafi verið seinasti leikur hins unga Hilmis Rafns fyrir Fjölni.

„Þetta var síðasti leikurinn hans Hilmis fyrir okkur í sumar. Hann er á förum til Venezia í vetur."

Jóhann Árni Gunnarsson hefur verið lykilmaður í liði Fjölnis og hefur fengið fyrirliðabandið á tímabilinu en hann var utan hóps í dag. Ási ákvað ekkert að flækja hlutina með svarinu sínu.

„Smávægileg meiðsli."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir