Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fim 15. júlí 2021 22:50
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Ási Arnars: Þetta er mikið svekkelsi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mikið svekkelsi að tapa hérna í dag,. Þetta var svosem stál í stál leikur, menn lögðu mikið í þetta og mér fannst við ekki verðskulda tap í dag en sagan okkar í sumar hefur verið að okkur hefur gengið illa að skora og við fengum vissulega möguleika til þess í dag. Við þurfum að fara að nýta okkar möguleika fram á við betur til þess að ná í betri úrslit," voru fyrstu viðbrögð Ásmundar Arnarssonar, þjálfara Fjölnis, eftir 2-1 tap gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Fjölnir

Michael Bakare spilaði sinn fyrsta leik á Íslandi í dag og átti hann góðan leik en hann var valinn næstbesti leikmaður vallarins í kvöld.

„Frammistaðan hans var mjög fín, fyrsti leikur og hann er aðeins að komast inn í þetta en hann lofar góðu."

Ási tilkynnti það í viðtalinu að þetta hafi verið seinasti leikur hins unga Hilmis Rafns fyrir Fjölni.

„Þetta var síðasti leikurinn hans Hilmis fyrir okkur í sumar. Hann er á förum til Venezia í vetur."

Jóhann Árni Gunnarsson hefur verið lykilmaður í liði Fjölnis og hefur fengið fyrirliðabandið á tímabilinu en hann var utan hóps í dag. Ási ákvað ekkert að flækja hlutina með svarinu sínu.

„Smávægileg meiðsli."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner