
„Þetta var gaman, það er alltaf gaman að skora 8 mörk, þær lágu rosa lágt og það er erfitt að komast í gegnum það. Við vorum með ákveðið plan, vorum þolinmóðar og náðum sem betur fer að skora 8 mörk í dag."
Lestu um leikinn: Ísland 8 - 0 Færeyjar
Gunnhildur Yrsa leysti stöðu vængbakvarðar á EM í Hollandi í sumar en kom inn á miðjuna í þessum leik. Hún fann sig greinilega vel í þeirri stöðu:
„Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög gott að vera komin aftur inn á miðjuna. Mér fannst ekkert að því að spila vængbakvörð. Þetta voru mikil hlaup, ég fékk ekki eins mikið boltann sem vængbakvörður en mér fannst það ekkert leiðinlegt en auðvitað er miðjan mín staða sem ég er búin að spila allan minn feril, þannig að mér líður auðvitað betur þar."
Gunnhildur gerði fleira en að skipta um stöðu á vellinum en hún skoraði tvö mörk, þar af eitt með skalla:
„90% af mínum mörkum eru með skalla þannig að það er mjög algengt að ég geri það. Það var mjög gott að setja tvö mörk og átta í heildina og að liðið náði að brjóta Færeyinga sem var frábært."
Nánar er rætt við Gunnhildi Yrsu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir