Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   mán 18. september 2017 21:30
Valgerður Stella Kristjánsdóttir
Gunnhildur Yrsa: Förum sáttar að sofa
Kvenaboltinn
Gunnhildur Yrsa fagnar öðru af tveimur mörkum sínum í leiknum
Gunnhildur Yrsa fagnar öðru af tveimur mörkum sínum í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var gaman, það er alltaf gaman að skora 8 mörk, þær lágu rosa lágt og það er erfitt að komast í gegnum það. Við vorum með ákveðið plan, vorum þolinmóðar og náðum sem betur fer að skora 8 mörk í dag."

Lestu um leikinn: Ísland 8 -  0 Færeyjar

Gunnhildur Yrsa leysti stöðu vængbakvarðar á EM í Hollandi í sumar en kom inn á miðjuna í þessum leik. Hún fann sig greinilega vel í þeirri stöðu:

„Ég ætla ekkert að ljúga því að það var mjög gott að vera komin aftur inn á miðjuna. Mér fannst ekkert að því að spila vængbakvörð. Þetta voru mikil hlaup, ég fékk ekki eins mikið boltann sem vængbakvörður en mér fannst það ekkert leiðinlegt en auðvitað er miðjan mín staða sem ég er búin að spila allan minn feril, þannig að mér líður auðvitað betur þar."

Gunnhildur gerði fleira en að skipta um stöðu á vellinum en hún skoraði tvö mörk, þar af eitt með skalla:

„90% af mínum mörkum eru með skalla þannig að það er mjög algengt að ég geri það. Það var mjög gott að setja tvö mörk og átta í heildina og að liðið náði að brjóta Færeyinga sem var frábært."

Nánar er rætt við Gunnhildi Yrsu í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner