Afturelding styrkti stöðu sína á toppi Lengjudeildarinnar með 2-1 útisigri gegn Njarðvík í 18. umferð. Mosfellingar færast nær Bestu deildinni því liðið er með þriggja stiga forystu og mun betri markatölu en ÍA sem missteig sig gegn Þrótti og gerði 1-1 jafntefli.
Leikmaður umferðarinnar:
Hans Viktor Guðmundsson
„Ótrúlega góður í leiknum, bæði sóknar- og varnarlega. Uppspilið fór mikið í gegnum Hans sem kórónaði sinn leik með marki áður en hann var svo tekinn af velli í 4-0. Leikmaður sem á að spila í efstu deild á Íslandi, hann er það góður," skrifaði Sæbjörn Steinke í skýrslu sinni um 5-1 sigur Fjölnis gegn Grindavík. Hans Viktor er leikmaður umferðarinnar.
Leikmaður umferðarinnar:
Hans Viktor Guðmundsson
„Ótrúlega góður í leiknum, bæði sóknar- og varnarlega. Uppspilið fór mikið í gegnum Hans sem kórónaði sinn leik með marki áður en hann var svo tekinn af velli í 4-0. Leikmaður sem á að spila í efstu deild á Íslandi, hann er það góður," skrifaði Sæbjörn Steinke í skýrslu sinni um 5-1 sigur Fjölnis gegn Grindavík. Hans Viktor er leikmaður umferðarinnar.
Máni Austmann Hilmarsson skoraði einnig fyrir Fjölni í leiknum og er í liði umferðarinnar. Óskar Sigþórsson markvörður Þróttar stendur í ramma úrvalsliðsins en hann var maður leiksins í 1-1 jafnteflinu gegn ÍA.
Ivo Braz hefur reynst Aftureldingu afskaplega vel síðan liðið klófesti hann frá Ægi. Hann skoraði og lagði upp í sigrinum gegn Njarðvík og var valinn maður leiksins. Vörn Aftureldingar stóð vaktina vel og Rasmus Christiansen er í úrvalsliðinu. Þá er Magnús Már Einarsson þjálfari umferðarinnar.
Ægismenn voru manni færri allan seinni hálfleikinn gegn Gróttu en náðu að landa 2-2 jafntefli. Stefan Dabetic og Bele Alomerovic voru bestu menn vallarins.
Vestri vann verðskuldaðan 2-1 útisigur gegn Leikni. Vladimir Tufegdzic skoraði sigurmarkið en Benedikt Waren skoraði fyrra mark Vestra í leiknum.
Þá gerðu Selfoss og Þór 2-2 jafntefli. Aron Ingi Magnússon skoraði bæði mörk Þórsara og Aron Einarsson var öflugur á miðsvæði Selfysssinga.
Lið umferðarinnar:
17. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
16. umferð - Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir