Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   fim 22. september 2022 18:48
Örvar Arnarsson
Austurríki
Rúnar Alex: Finnst ég eiga skilið að spila gegn Albaníu
Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkvörður var öryggið uppmálað í 1-0 sigrinum gegn Venesúela í dag. Um vináttulandsleik var að ræða.

Lestu um leikinn: Venesúela 0 -  1 Ísland

cÞað er gott að ná í góðan sigur, skiptir ekki máli þó þetta hafi verið æfingaleikur, það er alltaf gaman að vinna. Það er gaman að halda hreinu og fara með sjálfstraust inn í næsta leik," sagði Rúnar Alex.

Hann var duglegur að láta í sér heyra í leiknum í dag.

„Það er bara mitt hlutverk. Sérstaklega í svona leik þar sem engir áhorfendur eru. Þá er kannski erfiðara að halda einbeitingu í svona leik þar sem lítið er í gangi. Þá þurfum við allir að hjálpast að, halda haus og halda fókus. Það var meira mitt hlutverk í dag en að verja eitthvað."

Ísland leikur tvo leiki í þessum glugga, aðalmálið er leikur við Albaníu í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram í Tirana þriðjudaginn 27. september og gæti endað sem úrslitaleikur um sæti í A-deildinni. Býst Rúnar Alex við því að verja markið í þeim leik?

„Ég ætla að vona það, mér finnst ég hafa gert nóg í þeim leikjum sem ég hef spilað til þess að eiga skilið að halda áfram að spila. Ég vonast eftir því að spila."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner