Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 23. júní 2020 22:18
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR fór í heimsókn og mættu Vængjum Júpiters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla, leikurinn byrjaði rólega og var staðan 1-2 í hálfleik en síðan settu KR ingar í fluggírinn og settu 6 í seinnihálfleik

Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  8 KR

Rúnar Kristinsson var ánægður með sigurinn á Vængjum Júpiters

„Ég er ánægður með sigurinn, ánægður hvernig við svona vorum þolinmóðir þegar leið á leikinn, þetta var erfitt í byrjun það var kraftur í þeim og þeir vörðust vel en við klárum þetta vel í seinni hálfleik og gengum á lagið þegar þeir voru orðnir þreyttir og náðum að finna holur og svæði og skora fín mörk."

Rúnar er ósáttur við að spilað var á gervigrasinu í Egilshöll og segir þetta ekki boðlegt að spilað sé þarna í 32-liða úrslitunum. Hann kennir ekki Vængjum Júpíters um heldur knattspyrnusambandinu. Hann var spurður hvort liðið hans hefði einungis verið í fyrsta gír í fyrri hálfleik í kvöld.

„Nei við vorum það ekki, þetta er fyrst og fremst gervigras það er bara óþolandi að þurfa vera spila hérna inni sérstaklega í ljósi þess að bæði lið óskuðu eftir spila á KR velli en það má víst ekki samkvæmt einhverjum reglum."

„Við erum að horfa upp á Gunnar Þór Gunnarsson vera klára ferilinn sinn hér vegna hnémeiðsla sem má rekja til gervigrassins hérna. Ég er ekki að álasa Vængjum Júpíters á neinn hátt heldur knattspyrnusambandinu. Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð hérna."

KR liðið er í miklum meiðslum og var Rúnar spurður út í stöðuna á hópnum

„Hún er ekki góð, það bættist 5 maðurinn við í dag„ við erum með Arnór Svein, Finn Tómas, Finn Orra og Tobias Thomsen og nú Gunnar Þór og eru þeir allir meiddir og algjörlega óvíst hvort einhver verði einhver verður með, en við verðum að sjá til þegar líður á vikuna."

Sjá má viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner