Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
   þri 23. júní 2020 22:18
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR fór í heimsókn og mættu Vængjum Júpiters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla, leikurinn byrjaði rólega og var staðan 1-2 í hálfleik en síðan settu KR ingar í fluggírinn og settu 6 í seinnihálfleik

Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  8 KR

Rúnar Kristinsson var ánægður með sigurinn á Vængjum Júpiters

„Ég er ánægður með sigurinn, ánægður hvernig við svona vorum þolinmóðir þegar leið á leikinn, þetta var erfitt í byrjun það var kraftur í þeim og þeir vörðust vel en við klárum þetta vel í seinni hálfleik og gengum á lagið þegar þeir voru orðnir þreyttir og náðum að finna holur og svæði og skora fín mörk."

Rúnar er ósáttur við að spilað var á gervigrasinu í Egilshöll og segir þetta ekki boðlegt að spilað sé þarna í 32-liða úrslitunum. Hann kennir ekki Vængjum Júpíters um heldur knattspyrnusambandinu. Hann var spurður hvort liðið hans hefði einungis verið í fyrsta gír í fyrri hálfleik í kvöld.

„Nei við vorum það ekki, þetta er fyrst og fremst gervigras það er bara óþolandi að þurfa vera spila hérna inni sérstaklega í ljósi þess að bæði lið óskuðu eftir spila á KR velli en það má víst ekki samkvæmt einhverjum reglum."

„Við erum að horfa upp á Gunnar Þór Gunnarsson vera klára ferilinn sinn hér vegna hnémeiðsla sem má rekja til gervigrassins hérna. Ég er ekki að álasa Vængjum Júpíters á neinn hátt heldur knattspyrnusambandinu. Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð hérna."

KR liðið er í miklum meiðslum og var Rúnar spurður út í stöðuna á hópnum

„Hún er ekki góð, það bættist 5 maðurinn við í dag„ við erum með Arnór Svein, Finn Tómas, Finn Orra og Tobias Thomsen og nú Gunnar Þór og eru þeir allir meiddir og algjörlega óvíst hvort einhver verði einhver verður með, en við verðum að sjá til þegar líður á vikuna."

Sjá má viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner