Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 23. júní 2020 22:18
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR fór í heimsókn og mættu Vængjum Júpiters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla, leikurinn byrjaði rólega og var staðan 1-2 í hálfleik en síðan settu KR ingar í fluggírinn og settu 6 í seinnihálfleik

Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  8 KR

Rúnar Kristinsson var ánægður með sigurinn á Vængjum Júpiters

„Ég er ánægður með sigurinn, ánægður hvernig við svona vorum þolinmóðir þegar leið á leikinn, þetta var erfitt í byrjun það var kraftur í þeim og þeir vörðust vel en við klárum þetta vel í seinni hálfleik og gengum á lagið þegar þeir voru orðnir þreyttir og náðum að finna holur og svæði og skora fín mörk."

Rúnar er ósáttur við að spilað var á gervigrasinu í Egilshöll og segir þetta ekki boðlegt að spilað sé þarna í 32-liða úrslitunum. Hann kennir ekki Vængjum Júpíters um heldur knattspyrnusambandinu. Hann var spurður hvort liðið hans hefði einungis verið í fyrsta gír í fyrri hálfleik í kvöld.

„Nei við vorum það ekki, þetta er fyrst og fremst gervigras það er bara óþolandi að þurfa vera spila hérna inni sérstaklega í ljósi þess að bæði lið óskuðu eftir spila á KR velli en það má víst ekki samkvæmt einhverjum reglum."

„Við erum að horfa upp á Gunnar Þór Gunnarsson vera klára ferilinn sinn hér vegna hnémeiðsla sem má rekja til gervigrassins hérna. Ég er ekki að álasa Vængjum Júpíters á neinn hátt heldur knattspyrnusambandinu. Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð hérna."

KR liðið er í miklum meiðslum og var Rúnar spurður út í stöðuna á hópnum

„Hún er ekki góð, það bættist 5 maðurinn við í dag„ við erum með Arnór Svein, Finn Tómas, Finn Orra og Tobias Thomsen og nú Gunnar Þór og eru þeir allir meiddir og algjörlega óvíst hvort einhver verði einhver verður með, en við verðum að sjá til þegar líður á vikuna."

Sjá má viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner