Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   lau 23. september 2017 17:31
Orri Rafn Sigurðarson
Ásgeir Börkur: Ég er vinur vina minna
Ásgeir Börkur í eldlínunni
Ásgeir Börkur í eldlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og ÍR áttust við í lokaumferð Inkasso deildarinnar á Floridana vellinum í Árbæ í dag. Fylkir átti en möguleika á því að enda í efsta sæti deildarinnar ef að Keflavík myndi tapa eða gera jafntefli við HK.
Fylkir gerðu það sem þurfti og unnu sterkan sigur 2-1 á meðan Keflavík tapaði fyrir HK í kórnum 2-1 og því ljóst að Fylkir eru Inkasso meistarar þetta árið.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍR

Mér líður mjög vel , ég sagði eftir síðasta leik það væri geggjað að lyfta titlinum með uppeldis klúbbnum og tilfininginn að lyfta bikarnum áðan var æðislega góð og mér líður hrikalega vel
Sagði Ásgeir Börkur fyrirliði Árbæinga eftir leik

Fylkir virtust á köflum stressaðir í þessum leik og náðu ekki að tengja margar sendingar í einu en ná samt að sigra leikinn á seiglunni

Mér fannst við frekar lélegir í þessum leik , við vorum ekki upp á okkar besta flestir í þessum leik en fokkit við enduðum á að klára þennan leik og ég er hrikalega sáttur með að hafa endað þessa deild á því að sigra

Það gerðist stórmerkilegt atvik í dag þegar Ásgeir skoraði en var flaggaður rangstæður og reyndi svo á 90 mínútu að tjippa yfir Steinar i markinu eins og Messi

Ég held ég hafi verið rangstæður en ég er svekktastur með færið hérna í endan ég veit ekki hvað ég hélt ég væri maður, ég tjippa oftast á æfingum því ég kann ekkert að skjóta ég hefði viljað enda þetta á að skora mark en það gerðist ekki.

Ásgeir lét nokkur vel valinn orð falla í viðtali í sumar sem margir töldu vera skýr skilaboð frá fyrirliðanum að Fylkir væri besta liðið og væru á leiðinni í Pepsi aftur

Menn voru að misskilja þetta ég hafði ekkert á móti fólki sem að spáði okkur ekki upp það skiptir mig engu máli, það var bara ákveðið fólk og ákveðnar raddir maður heyrir ýmislegt í kringum sig og það voru margir sem að voru að efast um karakter leikmanna í þessu liði ég er vinur vinna minna , ég er að spila með vinum mínum mörgum frá því við vorum 6-7 ára gamlir og ef ég heyri eitthvað svoleiðis þá verð ég pirraður .
Eftir þessa ævisögu bætti Ásgeir við

Ég hef þennan grundvöll til að koma orðunum frá mér , stundum segi ég eitthvað sem ég ætti ekki að segja en ég meina það svo innilega

Við óskum Fylkir til hamingju með Inkasso titilin
Athugasemdir
banner
banner
banner