Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   sun 23. september 2018 17:21
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Þeir vældu óvenju mikið
Ólafur Ingi var maður leiksins í dag
Ólafur Ingi var maður leiksins í dag
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var maður leiksins þegar að hans menn gerðu 1-1 jafntefli við KR í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla. Jafnteflið dugði jafnframt til að tryggja áframhaldandi veru Fylkis í Pepsi-deildinni.

„Þetta eru frábær úrslit. Við lögðum leikinn upp að vera þéttir til baka og reyna að ná í eitthvað í dag. Við sýndum frábæran karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir." sagði Óli eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Fylkir

Fylkismenn spiluðu agaðan og þéttan varnarleik sem að KR-ingar áttu engin svör við í fyrri hálfleik en Fylkismenn fengu gott færi til að leiða í leikhléi.

„Mér fannst þeir ekkert skapa sér mörg færi á móti okkur í dag og við fengum bestu færin í fyrri hálfleik. En við sýndum frábæran karakter og náðum í mikilvægt stig og héldum okkur uppi í dag."

Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og var Ólafur Ingi í aðalhlutverki þar.

„Það var kraftur í báðum liðum og þetta var bara barátta. Það má alveg vera smá læti hérna og KR-ingar eru ekkert yfir það hafnir. Mér fannst þeir væla óvenju mikið í dag. Það má alveg taka á þeim eins og þeir taka á okkur." sagði Óli um baráttuna í leiknum.

Nánar er rætt við Ólaf Inga í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner