Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 24. júlí 2023 21:10
Hafliði Breiðfjörð
Haddi um Bjarna Aðalsteins: Ekki hægt að láta hann skora þrjú
Hallgrímur Jónasson þjáfari KA
Hallgrímur Jónasson þjáfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan ég hef verið svona stressaður á bekknum. Mér fannst þessi leikur ótrúlega opinn og þetta hefði getað verið 8-8. Ég er gríðarlega ánægður með að hafa unnið og karakterinn í strákunum sem héldu alltaf áfram þrátt fyrir að hafa fengið nokkur högg í leiknum.“ Sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA um sigur hans manna á Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld í hreint ótrúlegum fótboltaleik en lokatölur urðu 4-3 KA í vil.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  4 KA

Fyrir leikinn í kvöld hafði liði KA gengið afleitlega á útivelli í deildinni og gengið erfiðlega að skora mörk þar sömuleiðis. Það breyttist svo sannarlega í kvöld. Hvernig stóð á þessu markaflóði í kvöld?

„Ég veit það ekki, undanfarið höfum við alveg verið að skora en svona opinn leikur. Við erum að keppa á þremur vígstöðvum og þurfum að dreifa aðeins álaginu á hópinn og þá eru sumir hlutir eins og taktík og samband milli manna ekki upp á sitt besta. Það vissi ég alveg fyrir leikinn en hann var samt heldur opinn að mínu mati en þó skemmtilegri fyrir áhorfendur.“

Það vakti athygli í leiknum að Bjarni Aðalsteinsson sem skoraði fyrstu tvö mörk KA í leiknum var þegar á leið færður í miðvörðinn þegar leið á leikinn. Var Bjarni eitthvað búinn að ræða þá breytingu við Hadda?

„Það er ekki hægt að láta hann skora þrjú. Nei við erum í smá hafsentaveseni. Rodri er meiddur og Ívar meiðist í leiknum og ég er bara með Dusan. Bjarni hefur leyst þessa stöðu t.d gegn Connors Quay úti þannig að maður reynir bara að gera það sem maður getur og droppa mönnum í þá stöðu. Bjarni gerði það í dag og gerði sitt besta og ég er gríðarlega ánægður með hann.“

Sagði Haddi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir