„Mér líður náttúrulega aldrei vel með að tapa, við erum auðvitað í þessu til þess að vinna,'' segir Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnablik, eftir 1-3 tap gegn Afturelding í 16. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Augnablik 1 - 3 Afturelding
„Við erum líka í þessu til þess að bæta okkar frammistöður í leikjunum og við áttum mjög flottan fyrri hálfleik. Það var minni ákveðni hjá okkur í seinni hálfleiknum, í heildina bara flott frammistaða hjá stelpunum og fínasti leikur,''
Afturelding jafnaði leikinn á 45 mínútu leiksins.
''Það var ótrúlega svekkjandi að fá á sig mark alveg svona undir lokin á þessum fyrri hálfleik, ég skal alveg viðurkenna það. Við vissum svo að seinni hálfleikurinn yrði erfiðari. Fyrstu 10 mínúturnar vorum við ákveðnar í að stoppa þær betur, en svona er þetta bara.''
„2. deildin er mjög flott deild og bara hörku leikmenn þar inni. Það er bara miklar framfærir í kvennaboltanum í heild sinni. Auðvitað erum við með mjög ungt lið og við þurfum bara að byggja á þessari reynslu sem við fáum núna,''






















