Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 24. ágúst 2023 22:17
Brynjar Óli Ágústsson
Kristrún: Erum auðvitað með mjög ungt lið og þurfum að byggja á þessari reynslu
Kvenaboltinn Lengjudeildin
<b>Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnablik.</b>
Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnablik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Mér líður náttúrulega aldrei vel með að tapa, við erum auðvitað í þessu til þess að vinna,'' segir Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnablik, eftir 1-3 tap gegn Afturelding í 16. umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  3 Afturelding

„Við erum líka í þessu til þess að bæta okkar frammistöður í leikjunum og við áttum mjög flottan fyrri hálfleik. Það var minni ákveðni hjá okkur í seinni hálfleiknum, í heildina bara flott frammistaða hjá stelpunum og fínasti leikur,''

Afturelding jafnaði leikinn á 45 mínútu leiksins.

''Það var ótrúlega svekkjandi að fá á sig mark alveg svona undir lokin á þessum fyrri hálfleik, ég skal alveg viðurkenna það. Við vissum svo að seinni hálfleikurinn yrði erfiðari. Fyrstu 10 mínúturnar vorum við ákveðnar í að stoppa þær betur, en svona er þetta bara.''

„2. deildin er mjög flott deild og bara hörku leikmenn þar inni. Það er bara miklar framfærir í kvennaboltanum í heild sinni. Auðvitað erum við með mjög ungt lið og við þurfum bara að byggja á þessari reynslu sem við fáum núna,''


Athugasemdir
banner