Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   lau 25. maí 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Hrefna Morthens
Keflavík kom sér á blað í Bestu deildinni í dag þegar liðið bar 1-0 sigurorð af Þrótti í Reykjanesbæ í dag. Liðið kom sér úr botnsæti deildarinnar með sigrinum eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað Keflavíkurliðið hefði gert öðruvísi í dag en fyrr í sumar sagði Kristrún.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

„Við vorum mjög skipulagðar, varnarvinnan var gríðarlega góð og með góðan talanda, baráttu og leikgleði, Við ætluðum okkur að vinna þennan leik og bara tókum þetta.“

Aðstæður í Keflavík í dag voru krefjandi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Talsverður vindur var auk þess sem völlurinn er ekki orðinn eins og hann verður bestur. Nokkuð sem kannski hjálpaði heimakonum?

„Ég sagði við stelpurnar, þetta er bara klassískt Keflvískt veður og þannig við viljum við hafa það. Við viljum hafa þetta svona og það er erfitt að koma á okkar heimavöll og við ætlum að halda því þannig,“

Fyrstu stig í hús hjá Keflavík eins og áður sagði og Kristrún er bjart sýn á framhaldið hjá liðinu sem hún telur að muni bara eflast.

„Ég hef engar áhyggjur af okkur, við erum með gríðarlega sterka einstaklinga og erum að koma okkur vel saman. Ég held að þetta verði bara upp á við.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner