Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 25. maí 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Hrefna Morthens
Keflavík kom sér á blað í Bestu deildinni í dag þegar liðið bar 1-0 sigurorð af Þrótti í Reykjanesbæ í dag. Liðið kom sér úr botnsæti deildarinnar með sigrinum eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað Keflavíkurliðið hefði gert öðruvísi í dag en fyrr í sumar sagði Kristrún.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

„Við vorum mjög skipulagðar, varnarvinnan var gríðarlega góð og með góðan talanda, baráttu og leikgleði, Við ætluðum okkur að vinna þennan leik og bara tókum þetta.“

Aðstæður í Keflavík í dag voru krefjandi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Talsverður vindur var auk þess sem völlurinn er ekki orðinn eins og hann verður bestur. Nokkuð sem kannski hjálpaði heimakonum?

„Ég sagði við stelpurnar, þetta er bara klassískt Keflvískt veður og þannig við viljum við hafa það. Við viljum hafa þetta svona og það er erfitt að koma á okkar heimavöll og við ætlum að halda því þannig,“

Fyrstu stig í hús hjá Keflavík eins og áður sagði og Kristrún er bjart sýn á framhaldið hjá liðinu sem hún telur að muni bara eflast.

„Ég hef engar áhyggjur af okkur, við erum með gríðarlega sterka einstaklinga og erum að koma okkur vel saman. Ég held að þetta verði bara upp á við.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner