Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   lau 25. maí 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Hrefna Morthens
Keflavík kom sér á blað í Bestu deildinni í dag þegar liðið bar 1-0 sigurorð af Þrótti í Reykjanesbæ í dag. Liðið kom sér úr botnsæti deildarinnar með sigrinum eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað Keflavíkurliðið hefði gert öðruvísi í dag en fyrr í sumar sagði Kristrún.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

„Við vorum mjög skipulagðar, varnarvinnan var gríðarlega góð og með góðan talanda, baráttu og leikgleði, Við ætluðum okkur að vinna þennan leik og bara tókum þetta.“

Aðstæður í Keflavík í dag voru krefjandi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Talsverður vindur var auk þess sem völlurinn er ekki orðinn eins og hann verður bestur. Nokkuð sem kannski hjálpaði heimakonum?

„Ég sagði við stelpurnar, þetta er bara klassískt Keflvískt veður og þannig við viljum við hafa það. Við viljum hafa þetta svona og það er erfitt að koma á okkar heimavöll og við ætlum að halda því þannig,“

Fyrstu stig í hús hjá Keflavík eins og áður sagði og Kristrún er bjart sýn á framhaldið hjá liðinu sem hún telur að muni bara eflast.

„Ég hef engar áhyggjur af okkur, við erum með gríðarlega sterka einstaklinga og erum að koma okkur vel saman. Ég held að þetta verði bara upp á við.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner