Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   lau 25. maí 2024 19:37
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Hrefna Morthens
Keflavík kom sér á blað í Bestu deildinni í dag þegar liðið bar 1-0 sigurorð af Þrótti í Reykjanesbæ í dag. Liðið kom sér úr botnsæti deildarinnar með sigrinum eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað Keflavíkurliðið hefði gert öðruvísi í dag en fyrr í sumar sagði Kristrún.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

„Við vorum mjög skipulagðar, varnarvinnan var gríðarlega góð og með góðan talanda, baráttu og leikgleði, Við ætluðum okkur að vinna þennan leik og bara tókum þetta.“

Aðstæður í Keflavík í dag voru krefjandi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Talsverður vindur var auk þess sem völlurinn er ekki orðinn eins og hann verður bestur. Nokkuð sem kannski hjálpaði heimakonum?

„Ég sagði við stelpurnar, þetta er bara klassískt Keflvískt veður og þannig við viljum við hafa það. Við viljum hafa þetta svona og það er erfitt að koma á okkar heimavöll og við ætlum að halda því þannig,“

Fyrstu stig í hús hjá Keflavík eins og áður sagði og Kristrún er bjart sýn á framhaldið hjá liðinu sem hún telur að muni bara eflast.

„Ég hef engar áhyggjur af okkur, við erum með gríðarlega sterka einstaklinga og erum að koma okkur vel saman. Ég held að þetta verði bara upp á við.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner