Eggert Aron Guðmundsson heldur áfram að blómstra og kom Stjörnunni á bragðið í 4-0 sigrinum gegn Fram í kvöld. Hann er búinn að skipta um númer og er kominn úr 19 yfir í 7, númerið sem Ísak Andri bar á bakinu.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 Fram
„Mér finnst sjöan eitthvað heillandi. Ég ætla ekki að vera einhver Ísak samt," sagði Eggert eftir leikinn. Stjarnan hefur verið á ótrúlegu flugi á heimavelli
„Það er komið algjört vígi á Samsung, við mætum bara og leikum okkur að hvaða liði sem er.“
Eggert var tekinn af velli í hálfleik, af hverju var það?
„Það hefur verið mikið álag og það er leikur á laugardaginn," svaraði Eggert. Í viðtalinu sem sjá má hér að ofan tjáir hann sig nánar um frammistöðu liðsins og stuðningsmanna.
Athugasemdir























