Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. ágúst 2022 20:21
Fótbolti.net
Lið 19. umferðar - Til hamingju Fylkir!
Mathias Laursen leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður og fyrirliði Fylkis.
Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður og fyrirliði Fylkis.
Mynd: Raggi Óla
Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis er valinn í úrvalsliðið í sjöunda sinn.
Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis er valinn í úrvalsliðið í sjöunda sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn innsigluðu sæti sitt í Bestu deildinni með glæsibrag í 19. umferð Lengjudeildarinnar, með 5-1 sigri gegn Gróttu. Úrvalslið umferðarinnar er að sjálfsögðu vel Fylkislitað í tilefni þess.

Leikmaður umferðarinnar, aðra umferðina í röð, er danski sóknarmaðurinn Mathias Laursen sem skoraði þrennu gegn Gróttu og er nú kominn með 14 mörk og upp að hlið Kjartans Kára í Gróttu í baráttunni um gullskóinn.

Þjálfari umferðarinnar er Rúnar Páll Sigmundsson og þá eru þeir Ólafur Kristófer Helgason, Ásgeir Eyþórsson, Arnór Gauti Jónsson og Birkir Eyþórsson allir í úrvalsliði umferðarinnar.



HK er á barmi þess að tryggja sér farseðilinn með Árbæingum upp í deild þeirra bestu. Hassan Jalloh skoraði tvö mörk í 3-1 útisigri gegn Kórdrengjum. Varnarmennirnir Leifur Andri Leifsson og Bruno Soares eru með honum í úrvalsliðinu.

Grímur Ingi Jakobsson skoraði sigurmark KV sem vann Þrótt Vogum 2-1 og er leikmaðurinn í liði umferðarinnar. Sigurinn gerði lítið fyrir KV sem er formlega fallið með Þrótturum.

Þá eru tveir Fjölnismenn í liðinu eftir 4-1 sigur gegn Selfossi. Lúkas Logi Heimisson var valinn maður leiksins og táningurinn Júlíus Mar Júlíusson var meðal markaskorara og er í úrvalsliðinu.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 18. umferðar - Mathias Laursen (Fylkir)
Leikmaður 17. umferðar - Marciano Aziz (Afturelding)
Leikmaður 16. umferðar - Josip Zeba (Grindavík)
Leikmaður 15. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 14. umferðar - Marciano Aziz (Afturelding)
Leikmaður 13. umferðar - Nicolaj Madsen (Vestri)
Leikmaður 12. umferðar - Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Leikmaður 11. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 10. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner