Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
   mán 27. nóvember 2017 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Palli ekki að styrkja hópinn: Var að vinna FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjölnir sigraði FH í Bose mótinu í kvöld og á úrslitaleik um toppsæti riðilsins gegn Stjörnunni næsta mánudag.

Ólafur Páll Snorrason, sem hefur spilað fyrir og þjálfað bæði FH og Fjölni áður, tók við Fjölni í október.

„Gaman að eiga við stóra liðið þarna í Hafnarfirði. Við spiluðum mjög góðan fótbolta á móti mjög öflugu liði," sagði Óli Palli að leikslokum.

Bose mótið er mikið notað til að prófa nýja leikmenn og var Óli ánægður með væntanlega leikmenn Fjölnis, varnarmennina Arnór Breka Ásþórsson og Sigurpál Melberg Pálsson. Óli bætti því við að félagið væri að skoða fleiri leikmenn.

„Vonandi gerist eitthvað á næstu dögum, eða kannski viku."

Óli telur sig þurfa að styrkja hópinn fyrir átök sumarsins en var léttur í lund og grínaðist með úrslit æfingaleiksins þegar hann var spurður hvort hann þyrfti að styrkja hópinn mikið. „Nei, ég var að vinna FH."
Athugasemdir
banner
banner
banner