Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   sun 28. júlí 2024 22:34
Sölvi Haraldsson
Gunnar Vatnhamar: Seinustu leikir voru ekki slæmir
Sá er sterkur.
Sá er sterkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við gerðum það sem við þurftum að gera. Við skoruðum fullt af mörkum sem er jákvætt og vonandi höldum við þessu áfram.“ sagði Gunnar Vatnhamar, varnarmaður Víkinga, eftir 5-1 sigur á HK í dag. Gunnar var einn af markaskorurum Víkinga.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

HK-ingar voru ekki lengi að jafna leikinn í 1-1 eftir að Víkingar tóku forystuna en Gunnar er ánægður með það hvernig þeir brugðust við því jöfnunarmarki.

Við brugðumst vel við. Við vissum hvað við þurftum að gera en auðvitað vildum við halda hreinu í dag. Þeir gerðu vel í dag að skora mark og við verðum bara að taka því.

Það hefur ekki vantað færin í leikina síðkastið hjá Víkingum hjá Gunnari.

Við fáum alltaf eitthvað sjálfstraust úr þessum leik því við vitum að við getum skorað mörk og hvað við getum gert. Þú getur séð það á færunum sem við höfum fengið í undanförnum leikjum að við erum ekki að gera nægilega vel en samt að skapa færin. En í dag skoruðum við úr þessum færum. Þetta var góður leikur og seinustu leikir voru ekki slæmir, við þurfum bara að halda áfram að gera það sem við getum gert.

Næsti leikur Víkinga er seinni leikur þeirra gegn Egnatia en Víkingar eru 2-1 undir í einvíginu eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Víkinni.

Við erum spenntir fyrir leiknum. Maður sá bara öll færin sem við fengum gegn þeim hérna heima. Við vorum óheppnir að geta ekki sýnt stuðningsmönnunum hérna heima hvað við getum gert. Við getum sýnt það í Albaníu og ætlum að vinna og komast áfram.

Gunnar segir að liðið vilji ná eins langt og þeir geta í Evrópu.

Við erum með markmið fyrir þetta tímabil sem við viljum ná en maður verður að setja þakið hátt. Við viljum fara eins langt og við getum í Evrópu. Það er alltaf góð reynsla að spila í Evrópu og ná langt, þá er gaman. Við viljum líka bara vinna alla leiki. Það er það sem við stefnum á að gera.“ sagði Gunnar.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner