Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   þri 28. nóvember 2023 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Guðný á æfingu Íslands í Cardiff í dag.
Guðný á æfingu Íslands í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Varinn bolti!
Varinn bolti!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Maður þarf alltaf að leggja inn vinnuna en svo er að vona að símtalið komi og það kom," sagði Guðný Geirsdóttir markvörður ÍBV sem er nýjasta landsliðskona Íslands.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands hringdi í hana og sagði henni frá vali sínu.

„Ég var ekki að búst við símtalinu, ég var að læra fyrir lokapróf þegar ég fékk símtal og bjóst ekki við því en það var virkilega skemmtilegt. Steini hringdi í mig og þurfti að spyrja hvort þetta væri rétt Guðný því ég var svo mikið hissa í símann. Ég var alveg: 'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'"

Guðný er því með íslenska liðinu í Cardiff í Wales þessa stundina en þar mætast þjóðirnar í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið. Fyrsta æfing var í morgun og hún ræddi við Fótbolta.net eftir hana.

„Það er rétt rúmur sólarhringur síðan við lentum og vorum komnar á hótelið um fjögurleitið í gær. Ég er búin að vera uppi á hótelherbergi að læra síðan þá því ég er að fara í lokapróf á morgun. Svo get ég farið að njóta þess að vera hérna," sagði Guðný sem er i klásus í hjúkrunarfræði hjá HA en þar komast 70 inn af 180.

Guðný var í ÍBV liðinu sem féll úr Bestu-deildinni í sumar en ákvað eftir tímabilið að framlengja við félagið um tvö ár þrátt fyrir það.

„Að sjálfsögðu ætla ég að taka slaginn og gera mitt allra besta til að koma þeim upp aftur því þær eiga heima í Bestu-deildinni. Það er leiðinlegt að hafa fallið en hlutirnir gerast og það þarf að vinna í gegnum það aftur. "

Aðspurð hvort hana hafi ekki langað til að taka stærra skref til dæmis til að tryggja áframhaldandi veru í landsliðinu sagði Guðný?

„Eftir að tímabilinu lauk fór ég að pæla í því að það eru bara ekki mörg lið í efstu deild sem vantar markmann núna. Það er bara þannig og ég sá bara fyrir mér að það væri best að vera bara heima og reyna að koma liðinu aftur upp. Ég get alveg reynt að halda sætinu þó ég sé í 1. deild frekar en Bestu."

Todor Hristov þjálfari ÍBV hætti með liðið eftir tímabilið og liðið er enn þjálfaralaust.

„Auðvitað er það ekki frábært en ég hef trú á að ráðið finni góðan þjálfara til að sjá um okkur," sagði Guðný en hefur hún heyrt einhverjar sögur?

„Það eru allskonar sögur á flugi en það er alltaf. Það eru alltaf einhver 17 nöfn í gangi í einu en ég treysti ráðinu að gera það rétta í stöðunni."

Þú hlýtur að hafa heyrt eitthvað í stelpunum heldurðu að þið verðið með svipað lið áfram?

„Við erum að missa nokkrar. Júlíana er búin í líkamanum, hún fór í aðgerð í fyrra og ætlaði að halda áfram en sá hægt og rólega að það væri búið. Við vitum ekki með Kristínu Ernu, hún ætlaði að hætta í fyrra en svo hélt hún áfram. Maður veit aldrei hvort það komi eitt tímabil í viðbót. Við höfum alltaf verið með nokkra útlendinga og verðum með Olgu áfram og Telusia skrifaði undir eins og hálfs árs samning. Ég verð áfram og svo erum við með allar ungu stelpurnar sem eru að koma upp. Þær eru gríðarlega efnilegar og hafa lagt mikið á sig í vetur."
Athugasemdir
banner