Eðlisfræðin sagði mér að þetta væri nánast ómögulegt
Þetta togast á í manni. Ég sprakk af gleði þegar markið kom. Það er besta tilfinning í heimi að vinna svona leiki
„Tilfinningin var geggjuð, vægast sagt" sagði brosmildur Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur liðsins gegn Þór. Lokamarkið kom í blálok leiks frá Omar Sowe.
„Þetta er orðið að vana hjá okkur, við erum að skora mörk seint í leikjum sem tryggja okkur sigur. Strákarnir sýna þvílíkan karakter að sigla þessu heim, ekki okkar besti leikur í dag. Við fengum dauðafæri en orkustigið var of lágt. Markið kom að lokum og það er það sem skiptir mestu máli."
„Þetta er orðið að vana hjá okkur, við erum að skora mörk seint í leikjum sem tryggja okkur sigur. Strákarnir sýna þvílíkan karakter að sigla þessu heim, ekki okkar besti leikur í dag. Við fengum dauðafæri en orkustigið var of lágt. Markið kom að lokum og það er það sem skiptir mestu máli."
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 0 Þór
„Það er frábært, sætustu sigrnarnir (þegar þú átt ekki þinn besta dag en vinnur samt). Það sýnir manni karakterinn í þessum strákum, það er komið sigurhungrið sem við söknuðum fyrr í sumar. Menn gera það sem þarf til til að sækja stigin þrjú. Það gerðu þeir í dag og allt hrós til þeirra."
„Orkustigið var rosalega lágt, kann ekki alveg útskýringu á því; við fengum góða æfingaviku sem við þjálfararnir töldum okkur hafa stillt rétt af. En það var eitthvað sem var að trufla okkur þar, menn voru þreyttir og þungir. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og læra af til framtíðar."
Hjalti Sigurðsson átti fram að sigurmarkinu atvik leiksins þegar hann skaut í slána, boltinn fór niður en ekki yfir marklínuna að mati dómaranna.
„Ég er ekki búinn að sjá það en gárungarnir segja mér að þetta hafi verið pjúra mark. Ég er verkfræðingur og eðlisfræðin sagði mér að það er nánast ómögulegt að þetta endi fyrir utan markið svona týpa af skoti. Það var ekki dæmt og það er bara þannig. Við unnum og það kannski skiptir því ekki öllu máli."
„Það var frábært, svo skrítið að lýsa tilfinningunni líka, því ég var bæði svo reiður út í strákana að vera ekki nógu góðir og svo svo glaður að þeir skoruðu sigurmarkið. Þetta togast á í manni. Ég sprakk af gleði þegar markið kom. Það er besta tilfinning í heimi að vinna svona leiki."
Sjáðu atvikið hjá Hjalta:
Boltinn inni hjá Hjalta? - „Hefði sofið lítið ef ég hefði klúðrað og við svo tapað leiknum"
Fjórir sigrar í röð og fimm í síðustu sex leikjum. Fyrir það var Leiknir í fallbaráttu, hvað hefur breyst?
„Aukið sjálfstraust, við fórum að nýta færin okkar betur, strákarnir fengu blóð á tennurnar, vorum komnir með bakið upp við vegg. Svo vinnuru leik og þá eykst sjálfstraustið, svo vinnuru næsta og færð aðeins meira loft í bringuna. Við erum að njóta góðs af því núna að okkur er farið að líða þannig þegar við löbbum inn á völlinn að við getum ekki tapað."
Er Leiknir að horfa í eitthvað ákveðið sæti sem markmið?
„Við horfum í það að þegar haustið kemur þá ætlum við að hafa að einhverju að keppa. Það er markmiðið okkar. Það er svolítið langt í Aftureldingu í 1. sætinu, hvort við lendum í 2., 3., 4., eða 5. sæti þá er umspilið. Við erum það góðir að við eigum alltaf séns á að vinna," sagði Vigfús.
Hann ræðir í viðtalinu einnig um ummæli sín fyrr í sumar þegar hann talaði um að starfið sitt hefði verið í hættu. Hann talar einnig um leikmannahópinn og markaðinn.
Athugasemdir























