Haukar og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli í 1. deildinni í kvöld. Brynjar Hlöðversson kom Leikni yfir en Brynjar Benediktsson jafnaði.
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 1 Leiknir R.
„Bæði lið vildu vinna. Haukar eru í mjög grimmri baráttu um að fara upp. Miðað við úrslit dagsins hefðum við fengið líflínu með því að vinna. Mér fannst við spila það vel í dag að við áttum að vinna," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn.
Frey er sammála fréttamanni um að samræmi hafi vantað hjá dómara leiksins. Ívar Orri Kristjánsson var með flautuna.
„Það var tekist á og völlurinn rennandi blautur. Við áttum að njóta þess og dómarinn hefði átt að gera það líka. Hann lenti í smá vandræðum með þetta."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir