Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   mið 30. maí 2018 20:42
Mist Rúnarsdóttir
Thelma Björk: Góð Pétursræða í hálfleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sátt. Út frá því hvernig við vorum að spila í fyrri hálfleik þá var mjög gott að koma og taka þessa þrjá punkta,“ sagði Thelma Björk Einarsdóttir, miðjumaður Vals, eftir sterkan 3-1 útisigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  3 Valur

Leikurinn var afar kaflaskiptur. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Valskonur tóku öll völd í þeim síðari.

„Í fyrri hálfleik var einhvernveginn ekkert að ganga upp hjá okkur. Við fengum eina góða Pétursræðu í hálfleik og þá breyttust hlutirnir,“ sagði Thelma en bætti við að það hefði þó ekki verið um svokallaða „hárþurrkuræðu“ að ræða.

Miðjumaðurinn öflugi átti mjög góðan leik fyrir Val og braut ísinn með fyrsta marki leiksins snemma í seinni hálfleik þegar hún skoraði með þrumuskoti utan teigs.

„Það var ágætis skyndisókn. Það myndaðist pláss á miðjunni og ég fékk ágætissvæði svo ég lét vaða.“

Valur tvöfaldaði forystuna 12 mínútum síðar þegar Elín Metta fékk dæmda vítaspyrnu sem hún skoraði úr sjálf. Aðdragandinn var klaufalegur af hálfu Eyjakvenna en frá stúkunni séð leit vítadómurinn út fyrir að vera harður. Fannst Thelmu þetta vera víti?

„Mér sýndist það frá mínu sjónarhorni. Ég var reyndar svolítið langt frá þessu en mér sýndist hún fara í Elínu Mettu þannig að þetta var víti fyrir mér“.

Nánar er rætt við Thelmu Björk í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner