„Mér fannst við koma sterkir inn í þetta og pressum vel svo dettum við aðeins niður en komum inn í seinni hálfleikinn og siglum þessu heim," sagði Kári Pétursson, leikmaður HK, eftir sterkan 2-1 sigur á Leikni í Kórnum í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 2 - 1 Leiknir R.
Kári hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum og virðist vera í hörkustandi í ár.
„Maður getur ekki verið óánægður með það."
„Það er bara leggja meira á sig og ég ákvað aðeins að taka mig á í vetur og ég er kominn á lán til Brynjar Björns. Það er bara allur pakkinn loksins meiðslafrír og það er galdurinn á bakvið þetta."
Undirritaður þurfti að taka eina parkódín svo mikil voru lætin í stúkunni í kvöld; geggjað að sjá svona marga unga iðkendurkoma og styðja sitt lið. Heyra strákarnir vel í þeim á vellinum?
„Þetta er frábært og bara geggjað fyrir okkur að heyra stuðninginn frá þeim og það heyrist alveg vel í þeim og það er þvílikt boozt fyrir okkur strákanna."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
























