Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
   þri 15. september 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tímavélin: Glæstur sigur ÍA á besta liði Hollands
Ofurskalli Ólafs Þórðarsonar tryggði sigurinn
Úr umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn þann 16. september.
Úr umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn þann 16. september.
Mynd: Timarit.is
Forsíða DV daginn eftir leik.
Forsíða DV daginn eftir leik.
Mynd: Timarit.is
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net
Myndbandið að ofan er birt með góðfúslegu leyfi RÚV
Þá er komið að "Tímavélinni" en þar förum við aftur í tímann og skoðum gamla leiki og gömul eftirminnileg atvik. Við endurbirtum þessa grein vegna þess að í dag eru nákvæmlega 22 ár síðan umræddur leikur fór fram.

Við förum til 15. september 1993 þegar magnað Skagalið vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í Evrópukeppni.



Sigur ÍA á Feyenoord í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða 1993 er einn allra glæsilegasti sigur sem íslenskt félagslið hefur unnið. ÍA vann fyrri leikinn sem fram fór á Laugardalsvelli 1-0. Úrslit sem sárafáir bjuggust við og vöktu þau athygli um alla Evrópu.

Ólafur Þórðarson skoraði markið eftirminnilega sem tryggði Skagamönnum sigurinn. Það kom á 75. mínútu leiksins og var hreint út sagt stórglæsilegt. Sóknin hófst við vítateig ÍA þar sem Sigursteinn Gíslason lyfti boltanum glæsilega á Mihajlo Bibercic sem braust upp vinstri kantinn í samvinnu við Harald Ingólfsson og sendi svo boltann fyrir. Þar mætti Ólafur Þórðarson á mikilli siglingu og skallaði boltann af krafti í netið.

„Ég var aftarlega í vítateignum en sá möguleikann og svo sá ég bara þegar boltinn lá í netinu. Það var meiri háttar tilfinning, alveg frábær," sagði Ólafur Þórðarson um sigurmarkið í viðtali strax eftir leik.

Hollenskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Feyenoord í leiknum. Hollensku meistararnir voru taplausir á tímabilinu þegar kom að þessum leik á Laugardalsvelli. „Hneyksli að 11 ólaunaðir leikmenn í pínulitlu félagi á Íslandi vinni besta knattspyrnulið Hollands," stóð í einu af blöðunum.

Farið í alla leiki til að vinna
„Hugarfarið í liðinu á þessum tíma var þannig að við trúðum því ekki að við gætum tapað leikjum," sagði Sigursteinn Gíslason í viðtali um leikinn sem birt var 2011. Sigurteinn var meðal bestu manna á Laugardalsvellinum þetta septemberkvöld 1993 sem leikurinn fór fram.

„Ég hef aldrei upplifað svona andrúmsloft áður. Menn fóru í alla leiki til að vinna og höfðu ekki trú á að neitt annað myndi gerast. Við lentum stundum undir en þá skiptu menn bara um gír í smá stund og kláruðu leikina. Þannig var bara sumarið hjá okkur."

ÍA var með feykilega öflugt lið á þessum tíma og vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn þetta ár. Þeir sýndu styrk sinn bersýnilega í þessum leik. Áður en kom að leikjunum gegn Feyenoord lögðu þeir albanska liðið Partizani Tirana í forkeppninni. „Fyrir einvígið gegn Tirana var vitað að sigurliðið myndi mæta Feyenoord. Það skapaðist gríðarleg stemning við það," segir Sigursteinn.

Arnar Gunnlaugsson í liði Feyenoord
„Feyenoord var með stór nöfn í liðinu á þessum tíma auk þess sem tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir voru í liðinu. Það var þó aðeins Arnar sem spilaði þennan leik. Þeir spiluðu náttúrulega með okkur árið á undan og voru á fyrsta ári þarna úti sem kryddaði þetta skemmtilega.

„Leikurinn sjálfur var stórkostlegur af okkar hálfu og sennilega einn besti leikur sem íslenskt lið hefur spilað í Evrópukeppni. Það voru allir tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn og leikurinn vel settur upp. Það er reyndar óþolandi að Óli skyldi hafa skorað þetta mark því hann lifir á þessu að eilífu," sagði Sigursteinn kíminn þegar hann rifjaði leikinn upp.

Skagamenn þóttu sýna ótrúlegt öryggi og sjálfstraust í leiknum og Guðjón Þórðarson, þjálfari liðsins, var að vonum kátur í viðtali við DV eftir hann. „Þetta er einn markvissasti og skemmtilegasti leikur sem ég hef stjórnað hjá ÍA," sagði Guðjón.

15. september 1993 - Evrópukeppni meistaraliða
ÍA - Feyenoord 1-0
1-0 Ólafur Þórðarson (75.)
Áhorfendur: 6.327

Lið ÍA: Kristján Finnbogason - Sturlaugur Haraldsson. Sigursteinn Gíslason, Ólafur Adolfsson, Lúkas Kostic - Ólafur Þórðarson, Alexander Högnason, Sigurður Jónsson, Haraldur Ingólfsson - Þórður Guðjónsson, Mihajlo Bibercic.

Lið Feyenoord: Ed de Goey - Johnny Metgod, Peter Bosz, John De Wolf - Errol Refbs, Rob Maas, Arnold Schoíten, Rob Witschge - Gasion Taument, John van Loen, Arnar Gunnlaugsson.

Stress í mönnum í seinni leiknum
Feyenoord sýndi allt annan og betri leik í síðari viðureign liðanna í Rotterdam og vann öruggan 3-0 sigur sem fleytti þeim áfram í keppninni. ÍA féll þó út með mikilli sæmd.

„Við skitum bara upp á herðarblöð í seinni leiknum og menn voru stressaðir. Ég get nefnt dæmi með Bibercic sem var frábær þetta sumar. Þegar við erum í göngunum á leið út á völlinn og erum að labba upp tröppurnar kemur fyrirliði Feyenoord að Bibercic. Hann sparkar aftan í hann og segir: „Þú ert ekki að fara að gera neitt hér í dag!". Mikki kom eins og hrísla inn á völlinn og gat ekki blautan. Hann var bara tekinn úr sambandi fyrir leikinn," sagði Sigursteinn.

Yfir þúsund Íslendingar voru á vellinum í seinni leiknum og vöktu mikla athygli. „Íslensku stuðningsmennirnir sköpuðu frábæra stemningu í bænum og komu Hollendingum á óvart. Það átti enginn von á svona frá litla Íslandi," sagði Sigursteinn Gíslason.



Ef lesendur hafa ábendingar um áhugavert efni í "Tímavélina" má senda tölvupóst á [email protected]

Sjá einnig:
Eldra efni í Tímavélinni
banner
banner
banner