Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 20. maí 2024 16:59
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn Gunnarsson skoraði glæsimark þegar ÍBV gerði 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag. Hægt er að sjá markið hérna.

„Ég fékk hann bara skemmtilega fyrir vinstri fótinn, það er minn sterkari fótur svo það var ekkert annað í stöðunni en að láta vaða. Mörkin sem maður hefur skorað eru ekki mörg og líklega eitthvað í að við sjáum þetta aftur," segir Bjarki Björn þegar hann er beðinn um að lýsa markinu sínu.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Þór

„Svekkjandi að missa þetta niður, ég veit ekki með þetta rauða spjald sem við fengum. Þetta var 50/50 og ég vil sjá þetta aftur."

Baráttan var allsráðandi í leiknum.

„Það var Eyjastemning yfir þessu. Þetta var fram og til baka. Menn voru orðnir aðeins of þreyttir í lokin, mikið hlaup fram og til baka. En við tökum þetta stig."

Bjarki er kominn aftur til ÍBV á láni frá Víkingi og segir að sér líði vel í Eyjum.

„Maður hefði auðvitað viljað spila fyrir Víking en það er erfitt að fá spiltíma þar," segir Bjarki sem var ánægður með sína frammistöðu og vonar að Víkingar hafi verið að fylgjast með.
Athugasemdir
banner