Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   mán 20. maí 2024 16:59
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn Gunnarsson skoraði glæsimark þegar ÍBV gerði 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag. Hægt er að sjá markið hérna.

„Ég fékk hann bara skemmtilega fyrir vinstri fótinn, það er minn sterkari fótur svo það var ekkert annað í stöðunni en að láta vaða. Mörkin sem maður hefur skorað eru ekki mörg og líklega eitthvað í að við sjáum þetta aftur," segir Bjarki Björn þegar hann er beðinn um að lýsa markinu sínu.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Þór

„Svekkjandi að missa þetta niður, ég veit ekki með þetta rauða spjald sem við fengum. Þetta var 50/50 og ég vil sjá þetta aftur."

Baráttan var allsráðandi í leiknum.

„Það var Eyjastemning yfir þessu. Þetta var fram og til baka. Menn voru orðnir aðeins of þreyttir í lokin, mikið hlaup fram og til baka. En við tökum þetta stig."

Bjarki er kominn aftur til ÍBV á láni frá Víkingi og segir að sér líði vel í Eyjum.

„Maður hefði auðvitað viljað spila fyrir Víking en það er erfitt að fá spiltíma þar," segir Bjarki sem var ánægður með sína frammistöðu og vonar að Víkingar hafi verið að fylgjast með.
Athugasemdir
banner
banner
banner