Bjarki Björn Gunnarsson skoraði glæsimark þegar ÍBV gerði 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag. Hægt er að sjá markið hérna.
„Ég fékk hann bara skemmtilega fyrir vinstri fótinn, það er minn sterkari fótur svo það var ekkert annað í stöðunni en að láta vaða. Mörkin sem maður hefur skorað eru ekki mörg og líklega eitthvað í að við sjáum þetta aftur," segir Bjarki Björn þegar hann er beðinn um að lýsa markinu sínu.
„Ég fékk hann bara skemmtilega fyrir vinstri fótinn, það er minn sterkari fótur svo það var ekkert annað í stöðunni en að láta vaða. Mörkin sem maður hefur skorað eru ekki mörg og líklega eitthvað í að við sjáum þetta aftur," segir Bjarki Björn þegar hann er beðinn um að lýsa markinu sínu.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 1 Þór
„Svekkjandi að missa þetta niður, ég veit ekki með þetta rauða spjald sem við fengum. Þetta var 50/50 og ég vil sjá þetta aftur."
Baráttan var allsráðandi í leiknum.
„Það var Eyjastemning yfir þessu. Þetta var fram og til baka. Menn voru orðnir aðeins of þreyttir í lokin, mikið hlaup fram og til baka. En við tökum þetta stig."
Bjarki er kominn aftur til ÍBV á láni frá Víkingi og segir að sér líði vel í Eyjum.
„Maður hefði auðvitað viljað spila fyrir Víking en það er erfitt að fá spiltíma þar," segir Bjarki sem var ánægður með sína frammistöðu og vonar að Víkingar hafi verið að fylgjast með.
Athugasemdir