Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
banner
   mán 20. maí 2024 16:59
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn Gunnarsson skoraði glæsimark þegar ÍBV gerði 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag. Hægt er að sjá markið hérna.

„Ég fékk hann bara skemmtilega fyrir vinstri fótinn, það er minn sterkari fótur svo það var ekkert annað í stöðunni en að láta vaða. Mörkin sem maður hefur skorað eru ekki mörg og líklega eitthvað í að við sjáum þetta aftur," segir Bjarki Björn þegar hann er beðinn um að lýsa markinu sínu.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Þór

„Svekkjandi að missa þetta niður, ég veit ekki með þetta rauða spjald sem við fengum. Þetta var 50/50 og ég vil sjá þetta aftur."

Baráttan var allsráðandi í leiknum.

„Það var Eyjastemning yfir þessu. Þetta var fram og til baka. Menn voru orðnir aðeins of þreyttir í lokin, mikið hlaup fram og til baka. En við tökum þetta stig."

Bjarki er kominn aftur til ÍBV á láni frá Víkingi og segir að sér líði vel í Eyjum.

„Maður hefði auðvitað viljað spila fyrir Víking en það er erfitt að fá spiltíma þar," segir Bjarki sem var ánægður með sína frammistöðu og vonar að Víkingar hafi verið að fylgjast með.
Athugasemdir
banner