Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 08. september 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Hjörvar Hafliða spáir í 18. umferð Pepsi-deildarinnar
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vinnur stórsigur samkvæmt spá Hjörvars.
FH vinnur stórsigur samkvæmt spá Hjörvars.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Doddi litli fékk tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi-deildinni.

Boltinn byrjar aftur að rúlla í deildinni á morgun eftir landsleikjahlé. 18. umferðin fer fram á morgun og sunnudag.

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur á Stöð 2 Sport, spáir í leikina að þessu sinni.



KR 3 - 1 ÍBV (14:00 á morgun)
Tobias Thomsen heldur áfram að gera það gott í Vesturbænum. Eyjamenn eru að berjast fyrir lífi sínu en því miður fyrir þá eru KR-ingar of góðir.

Víkingur Ó. 1 - 1 Fjölnir (16:30 á morgun)
Ólseigir Ólsarar komast yfir í fyrri hálfleik en þá segir Linus hingað ekki lengra og jafnar metin fyrir Grafarvoginn.

ÍA 2 - 2 KA (17:00 á sunnudag)
Jón Þór þakkar traustið með mögnuðum punkti gegn KA.

Víkingur R. 0 - 2 Stjarnan (17:00 á sunnudag)
Víkingar eru vissulega í vígahug en það nægir ekki gegn harðhausunum úr Garðabænum.

FH 5 - 0 Grindavík (17:00 á sunnudag)
FH-ingarnir hafa fengið góða hvíld og áttað sig á hlutunum. Nú þurfa þeir að fara að rífa sig í gang. Þeir nálgast verkefnið á sunnudaginn ófyrirleitnari en nokkru sinni fyrir.

Valur 2 - 1 Breiðablik (19:15 á sunnudag)
Blikar eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir hafa frábæran markvörð og öfluga miðverði. Þrátt fyrir hetjudáð þeirra þriggja þá vinna Valsarar leikinn 2-1. Góðar stundir.

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Rikki G - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Kristófer Sigurgeirsson - 3 réttir
Einar Örn Jónsson - 2 réttir
Doddi litli - 2 réttir
Lárus Orri Sigurðsson - 2 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Guðlaugur Baldursson - 0 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner