Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mán 25. nóvember 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Böddi löpp um markið: Segjum að þetta hafi verið skot
Böðvar í landsleik.
Böðvar í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í treyju Jagiellonia.
Í treyju Jagiellonia.
Mynd: Böðvar Böðvarsson
Böðvar Böðvarsson skoraði um helgina sitt fyrsta mark fyrir Jagiellonia Bialystok. Fyrir mánuði síðan var Böðvar í frystinum hjá félaginu, fékk ekki mínútu í liðinu.

Sjá einnig:
Böddi löpp: Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðu mála

Síðan þá hefur hann verið í byrjunarliði félagsins í þremur leikjum og leikið allar 90 mínútur í leikjunum þremur. Böðvar var eftir fyrsta leikinn af þessum þremur, valinn í lið umferðarinnar.

Fótbolti.net hafði samband við Böðvar í dag og spurði hann út í breytta stöðu hjá félaginu. Hvað kemur til að Böðvar fékk kallið í byrjunarliðið? Var rætt eitthvað við Böðvar eða meiddist einhver í liðinu?

„Í rauninni ekki, okkur var búið að ganga illa í deildinni og eftir tap í útileik gegn Wisla Plock var ég að vonast eftir tækifæri í næsta leik sem og ég fékk," sagði Böðvar við Fótbolta.net

„Mér gekk vel í þeim leik. Ég er búinn að byrja núna síðustu þrjá leiki og vona það haldi áfram."

Hvernig var tilfinningin að skora um helgina? Þetta var alltaf skottilraun er það ekki?

„Tilfinningin var frábær, ég hef ekki skorað í þrjú ár. Það var kominn tími til að skora eins og eitt stykki."

„Jú ætli þetta hafi ekki verið skot, segjum það að minnsta kosti - þó snerting frá mótherja hjálpaði vissulega til,"
sagði Böðvar að lokum.

Mark Böðvars má sjá hér að neðan. Íslendingavaktin birti myndband af því á Twitter í gær. Markið kom í 2-0 sigri á Arka Gdynia. Jagiellonia er í 7. sæti pólsku Ekstraklasa.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner