,,Það voru betri í rauninni. Þeir voru ákveðnari, sendingarnar voru betri hjá þeim og betri hreyfing. Við vorum taugalega ekki tilbúnir i þetta," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV eftir 4-1 tap liðsins gegn Keflavík í dag en Eyjamenn hefðu með sigri getað tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
,,Það virtist vera þannig að menn flúðu ábyrgðina og voru að fela sig bæði í sóknarleik og varnarleik."
Eyjamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna 2-2 en Albert Sævarsson misnotað þá vítaspyrnu.
,,Við vorum með ákveðin tök á leiknum þegar vítið kemur, vorum búnir að sækja nokkrum sinnum og vorum oft hættulegir fyrir framan markið. Ég fann þefinn af því að við myndum vinna þennan leik en síðan klúðruðum við vítinu og fengum strax mark í bakið. Þá missa menn hausinn."
Eyjamenn settu markið á að ná Evrópusæti fyrir tímabilið og þeir náðu því en Heimir vildi meira.
,,Við ætlðum að stefna á Evrópusæti en það er náttúrulega engin ánægður með það í dag. Við erum að þróa okkar lið og kannski erum við búnir að stækka svolítið hratt á stuttum tíma. Við verðum að halda áfram að bæta alla þætti í kringum fótboltann hjá ÍBV."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
























