Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   sun 01. september 2019 18:39
Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó: Fólk í Eyjum ætti að líta í eigin barm
Það gekk ekki vel hjá Val í dag. Óli Jó segir margt að hjá liðinu.
Það gekk ekki vel hjá Val í dag. Óli Jó segir margt að hjá liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki góð frammistaða, að er óhætt að segja það og mikil vonbrigði," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 2 - 1 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Valur

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu að ofan

„Það er margt sem greinilega er að hjá okkur og hlutirnir ganga ekki upp. Við skoruðum snemma í leiknum en næsta hálftímann fannst mér við ekki vera með í leiknum. Svo fannst mér við ágætir síðasta korterið. Svo fengum við nóg af færum til að jafna leikinn en svona er þetta stundum. Stundum ganga hlutirnir ekki upp."

Gary Martin skoraði bæði mörk ÍBV í leiknum í dag en hann byrjaði tímabilið með Val áður en Óli lét hann fara.

„Það pirrar mig ekki, ég er búinn að vera svo lengi í fótbolta. Gerði hann þetta ekki uppi á skaga um daginn, þá spurði enginn að því. Þetta er bara algengt um fótbolta."

„Mörkin eru bara mjög aulaaleg mistök því miður."

Óli átti aðdáanda í stúkunni í eyjum en mikið var kallað á hann af stuðningsmanni ÍBV allan leikinn.

„Ég hef alltaf átt góða vini í Vestmannaeyjum og finnst gaman að spila hérna. Það er sorglegt að sjá þetta lið fara niður og ég held að fólk hérna í Vestmannaeyjum ætti að líta meira í eigin barm og athuga hvað er að hjá þeim heldur en að fagna of mikið sigri á móti Val. Það eru stærri mál hérna í gangi en það."

Óli hafði sagt í síðasta viðtali að Valur hafi ekki enn boðið sér nýjan samning þó svo hann renni út í haust. Hann vill vera áfram hjá félaginu.

„Ég á mánuð eftir af samningnum en við ætlum að setjast niður á morgun og fara yfir þá hluti. Ég vil vera áfram og það er ekki spurning um það. Við setjumst niður á morgun eða hinn og ræða hlutina."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner