Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   sun 01. september 2019 18:39
Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó: Fólk í Eyjum ætti að líta í eigin barm
Það gekk ekki vel hjá Val í dag. Óli Jó segir margt að hjá liðinu.
Það gekk ekki vel hjá Val í dag. Óli Jó segir margt að hjá liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki góð frammistaða, að er óhætt að segja það og mikil vonbrigði," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 2 - 1 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Valur

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu að ofan

„Það er margt sem greinilega er að hjá okkur og hlutirnir ganga ekki upp. Við skoruðum snemma í leiknum en næsta hálftímann fannst mér við ekki vera með í leiknum. Svo fannst mér við ágætir síðasta korterið. Svo fengum við nóg af færum til að jafna leikinn en svona er þetta stundum. Stundum ganga hlutirnir ekki upp."

Gary Martin skoraði bæði mörk ÍBV í leiknum í dag en hann byrjaði tímabilið með Val áður en Óli lét hann fara.

„Það pirrar mig ekki, ég er búinn að vera svo lengi í fótbolta. Gerði hann þetta ekki uppi á skaga um daginn, þá spurði enginn að því. Þetta er bara algengt um fótbolta."

„Mörkin eru bara mjög aulaaleg mistök því miður."

Óli átti aðdáanda í stúkunni í eyjum en mikið var kallað á hann af stuðningsmanni ÍBV allan leikinn.

„Ég hef alltaf átt góða vini í Vestmannaeyjum og finnst gaman að spila hérna. Það er sorglegt að sjá þetta lið fara niður og ég held að fólk hérna í Vestmannaeyjum ætti að líta meira í eigin barm og athuga hvað er að hjá þeim heldur en að fagna of mikið sigri á móti Val. Það eru stærri mál hérna í gangi en það."

Óli hafði sagt í síðasta viðtali að Valur hafi ekki enn boðið sér nýjan samning þó svo hann renni út í haust. Hann vill vera áfram hjá félaginu.

„Ég á mánuð eftir af samningnum en við ætlum að setjast niður á morgun og fara yfir þá hluti. Ég vil vera áfram og það er ekki spurning um það. Við setjumst niður á morgun eða hinn og ræða hlutina."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner